Fara í efni

Áhugamenn um Mótorsport

Fundur
Hreppsnefnd Langanesbyggðar samþykkti á dögunum að  að óska eftir því við þá aðila sem standa að hugmynd um akstursíþróttabraut í landi Langanesbyggðar að kannaður verði áhugi fyrir stofnun

Hreppsnefnd Langanesbyggðar samþykkti á dögunum að  að óska eftir því við þá aðila sem standa að hugmynd um akstursíþróttabraut í landi Langanesbyggðar að kannaður verði áhugi fyrir stofnun akstursíþróttafélags á svæðinu sem gæti komið að byggingu og starfrækslu slíkrar brautar.

Hér með kem ég því á framfæri við áhugamenn um motorsport í Langanesbyggð að hafa samband við Víðir Már Hermannsson í tölvupósti eða í síma 8692431.  Og þegar nægilegur fjöldi næst  þá verður boðað til stofnfundar.

Félagið er hugsað fyrir

Jeppamenn, fjórhjólamenn, vélsleðamenn, fjarstýrða bíla, Mótorhjólamenn.
Eða motorsportáhugamenn almennt


 Fyrst á dagskrá er hugsanleg uppsetning brautar á Sóleyjarvöllum sem mun henta Mótorhjólum Fjórhjólum og Fjarstýrðum bílum sem verður keppnishæf fyrir íslandsmót
Annað endureisa Torkærukeppnir í Langanesbyggð jafnvel með keppni í kringum Káta daga. 

Áhugamenn fjölmennum og byggjum upp skemmtilegt sportsvæði.