Fara í efni

ALÞINGISKOSNINGAR 12. MAÍ NK.!

Fundur
10.05.2007Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 12. maí nk. og verða kjörfundir settir kl. 10:00 og standa þeir til kl. 18:00, eða lögum samkvæmt. Tvær kjördeildir verða í sveitarfélaginu, í Grunns

10.05.2007
Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 12. maí nk. og verða kjörfundir settir kl. 10:00 og standa þeir til kl. 18:00, eða lögum samkvæmt.

Tvær kjördeildir verða í sveitarfélaginu, í Grunnskólanum á Bakkafirði og í Grunnskólanum á Þórshöfn. Kjósendum er bent á að mæta tímanlega á kjörstað og neyta kosningaréttar síns.

Símanúmer formanns yfirkjörstjórnar er 846-9246

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla!
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á lögreglustöðinni á Þórshöfn. Nánari upplýsingar veitir varðstjóri í síma 468 1133.

Framlagning kjörskrár!
Kjörskrá fyrir Langanesbyggð hefur verið yfirfarin og staðfest og liggur frammi, almenningi til skoðunar á almennum skrifstofutíma, á skrifstofum Langanesbyggðar. Á kjörskrá eru 364, þar af eru 205 karlar og 159 konur.