Fara í efni

Ásbyrgismót UNÞ

Íþróttir
Hið árlega Ásbyrgismót UNÞ verður haldið um næstu helgi eða dagana 13.-15 júlí. Það verður með hefðbundnu sniði og gera má ráð fyrir að ungir sem aldnir skemmti sér saman og taki þátt í skemmtilegri í

Hið árlega Ásbyrgismót UNÞ verður haldið um næstu helgi eða dagana 13.-15 júlí. Það verður með hefðbundnu sniði og gera má ráð fyrir að ungir sem aldnir skemmti sér saman og taki þátt í skemmtilegri íþróttakeppni.

Veðurspáin er þó heldur leiðinleg fyrir helgina en vonandi skánar hún þegar nær dregur helgi.

Dagskráin er sem hér segir:

Föstudagur 13. júlí

  • Kl. 17:30        Pollamót eldri ( 11-12 ára )
  • Kl. 20:00        Fótbolti, unglingaflokkur ( 13-16 ára )

                        Verðlaunaafhending að keppni lokinni

Laugardagur 14. júlí

  • Kl 10:00          Pollamót yngri (10 ára og yngri )
  • Kl. 12:00         Verðlaunaafhending fyrir pollamót
  • Kl. 13:00         Frjálsíþróttakeppni hefst
  • Kl. 18:00         Landverðir í Ásbyrgi með ratleik
  • Kl. 18:00         Verðlaunaafhending fyrir frjálsíþróttakeppni dagsins
  • Kl. 18:30         Sameiginlegt grill orðið heitt
  • Kl. 20:00         Kvöldvaka. Dansskemmtun fram eftir kvöldi

Sunnudagur 15. júlí

  • Kl. 10:00        Frjálsíþróttakeppni hefst
  • Kl. 12:00        Verðlaunaafhending fyrir frjálsíþróttakeppni dagsins.
  • Kl. 12:45        Pæjumót stúlkna ( 16 ára og yngri)
  • Kl.  14:00       Verðlaunaafhending fyrir pollamót og frjálsar - mótslit.












Aldursflokkar keppenda í frjálsum:

Tátur og hnokkar 10 ára og yngri

Strákar og stelpur 11-12 ára

Telpur og piltar 13-14 ára

Sveinar og meyjar 15-16 ára

Konur yngri 30-39 ára

Konur eldri 30 ára og eldri

Karlar yngri 35-44 ára

Karlar eldri 45 ára og eldri.

 UNÞ vill vekja sérstaka athygli á og beina því til foreldra, forráðamanna og unglinga að þetta er íþróttamót og meðferð áfengis er ekki leyfileg á mótsstað og þeim sem ekki virða það verður vísað af svæðinu. Athugið að ró skal vera komin á svæðið kl 24:00 svo að ungir keppendur og aðrir fái frið og góðan nætursvefn.

UNÞ vill minna á Unglingalandsmót á Höfn í Hornafirði um komandi verslunarmannahelgi.