Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga
Endurútgefur ferðaþjónustubækling um Þingeyjarsýslur!
Í fyrra gaf Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga út veglegan 40 síðna ferðaþjónustubækling um Þingeyjarsýslur á ensku og íslensku í 20.000 eintökum.
Nú er svo komið að það upplag er að verða búið og hefur því verið tekin ákvörðun um að endurútgefa bæklinginn. Á næstu dögum munu starfsmenn félagsins hafa samband við þá aðila sem voru með skráningu í bæklingnum og óska eftir áframhaldandi skráningu.
Ljóst er að verulegur áhugi hefur verið á þessum bæklingi og er svo komið að fjöldi erlendra ferðaskrifstofa er farið að óska eftir bæklingnum til að nota til kynningar á Þingeyjarsýslum.
Þeir aðilar sem ekki eru í bæklingnum og hafa áhuga á því að komast með skráningu í nýtt upplag eru hvattir til að hafa samband við Atvinnuþróunarfélagið í síma 464-0415 sem allra fyrst.
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga