Auglýst útboð
27.04.2007
Norðausturvegur (85), Hófaskarðsleið
Vegagerðin óskar eftir tilboðum í nýbyggingu Norðausturvegar (85), Hófaskarðsleið. Um er að ræða u.þ.b. 30,6 km kafla frá Norðausturvegi skammt norðan Klapparóss að Norðausturvegi á Fremri-Hálsi. Einnig skal byggja 28 m langa steinsteypta brú á Ormarsá. Verkið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Helstu magntölur eru:
Bergskering 145.000 m3
Fylling og fláafleygar 885.400 m3
Neðra burðarlag 135.200 m3
Efra burðarlag 53.800 m3
Stálröraræsi 1.565 m3
Tvöföld klæðing 232.000 m2
Frágangur fláa 582.600 m2
Girðingar 58,6 km
Áningastaðir, fullfrágengir 2 stk
Mótafletir 759 m2
Steypustyrktarjárn 19,2 tonn
Spennt járnalögn 4.923 kg
Steypa 285 m3
Verki skal að fullu lokið fyrir 1. nóvember 2009. Þó skal útlögn klæðinar að fullu lokið 1. ágúst 2009
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni, Miðhúsavegi 1 á Akureyri, Búðareyri 11-13 á Reyðarfirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 24. apríl 2007.
Verð útboðsgagna er 8.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl 14:00 þriðjudaginn 15. maí 2007 og verða þau opnuð þar kl 14:15 þann dag.