BJARGNYTJAR!
08.05.2007
Fundur
Langanesbyggð auglýsir til umsóknar heimild til bjargnytja í Skoruvíkurbjörgum samkvæmt neðanskráðu: Úthlutað verður heimild til svartfugls- og ritueggjatöku á eftirtöldum svæðum: Frá Ytri-Bjarghúsum*Langanesbyggð auglýsir til umsóknar heimild til bjargnytja í Skoruvíkurbjörgum samkvæmt neðanskráðu:
Úthlutað verður heimild til svartfugls- og ritueggjatöku á eftirtöldum svæðum:
Úthlutað verður heimild til svartfugls- og ritueggjatöku á eftirtöldum svæðum:
- Frá Ytri-Bjarghúsum*) að litla karli
- Frá og með litla karli að Skipagjá
- Í Skipagjá
- Frá Skipagjá til og með Gatabás
- Frá Gatabás að Svínalækjartanga
*) Í samræmi við úrskurð Hæstaréttar 25.11.06 nr. 72/2006.
Umsóknum skal skila í lokuðum umslögum merktum BJARGNYTJAR á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn.
Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 14. maí nk. Dregið verður úr umsóknum þriðjudaginn 15. maí nk. kl. 12:15 á fundarstofu Langanesbyggðar að viðstöddum þeim umsækjendum sem þess óska.
Skilyrði heimildar eru:
- Að umsækjandi eigi lögheimili í Langanesbyggð ásamt því að hafa reynslu af bjargnytjum.
- Tilgreina skal í umsókn þá einstaklinga sem hyggjast stunda björgin ásamt umsækjanda og aðeins ein umsókn verður tekin til greina frá hverjum hóp.
- Engum einstaklingi eða hóp verður úthlutað meiru en einu svæði, en frjálst er að sækja um þau öll.
- Vafaatriði úrskurðast af sveitarstjórn.
Sú kvöð fylgir bjargnytjum að þeir sem fá þeim úthlutað láti egg af hendi, endurgjaldslaust, til Átthagafélags Þórshafnar og nágrennis (100 egg) og til eggjahátíðar í tengslum við sjómannadag á Þórshöfn (150 egg). Nánari útfærsla verður kynnt við úrdrátt umsókna þriðjudaginn 15. maí nk.
Sveitarstjóri