Björgunarsveitin aðstoðar bilað skip.
05.07.2007
23. janúar 2007Frystiskipið Green Nostalgic kom til Þórhafnar í gærkvöld en gat ekki lagt að bryggju vegna bilaðarar bógskrúfu. Voru því gerðar ráðstafanir til þess að koma skipinu að, því frystigeyms
23. janúar 2007
Frystiskipið Green Nostalgic kom til Þórhafnar í gærkvöld en gat ekki lagt að bryggju vegna bilaðarar bógskrúfu. Voru því gerðar ráðstafanir til þess að koma skipinu að, því frystigeymslur HÞ eru fullar. Beið skipið því út á firðinum í nótt eftir birtingu. Var kallað eftir björgunarskipinu Gunnbjörg sem staðsett er á Raufarhöfn og kom það til aðstoðar í morgun og lóðsaði skipið að og gekk það áfallalaust þrátt fyrir stífa norðvestanátt. Léttabátur björgunarsveitarinnar Hafliða tók einnig þátt í aðgerðinni og var áhöfninnu á gunnbjörgu innan handar.
Myndir