Björgunarsveitin Hafliði gefur jóladagatöl
22. desember 2004
Björgunarsveitin Hafliði færði öllum krökkum í Þórshafnar og Svalbarðshrepp að gjöf jóladagatal og var þeim vel tekið af ungdómnum.
Á myndinni er hluti af hópnum sem tók þátt ofangreindu starfi en nokkra félaga vantar á myndina.
Á sama tíma var björgunarsveitin með átak í reykskynjurum og eldvarnartækjum. Gengið var í öll hús í báðum hreppunum og boðið upp á skoðun á gömlu reykskynjurunum, skipt um battery þar sem þurfti og nýjir settir upp ef þess var óskað.
Er okkur alltaf jafnvel tekið af íbúum og þökkum við kærlega fyrir góðar móttökur.Bendum við á að hægt er að hafa samband við okkur ef vantar reykskynjara eða aðstoð við eldvarnartæki.
Höfum á boðstólnum reykskynjara, slökkvitæki í sjónvörp og getum útvegað annað ef vantar s.s. eldvarnarteppi og slökkvitæki.
Formaður Siggeir S.