Björgunarsveitir leita að týndum sjómanni
12.apríl 2007
Að sögn Landsbjargar stendur yfir leit björgunarsveita að sjómanni sem saknað er eftir að bátur hans fannst mannlaus í stórgrýti í fjöru austan megin í Vopnafirði.
Fyrr í gærkvöldi hófst eftirgrennslan eftir bátnum að beiðni Vaktstöðvar siglinga þar sem ekki náðist fjarskiptasamband við hann. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði, var kallað út og fann það bátinn klukkan 23:15, mitt á milli Kattárvíkur og Fles út af Kollamúla í Vopnafirði. Nokkuð erfiðlega gekk að komast að bátnum en nokkru eftir miðnætti kom í ljós að strandaði báturinn var mannlaus.
10 björgunarsveitir hafa verið boðaðar til leitar á landi og sjó og verða björgunarskip, vélsleðar og göngufólk
mbl.is
Mynd Jóns Sig. http://www.vopnafjordur.is/
12.apríl 2007
Sjómaður sem leitað var að fannst látinn
Veðrið á horninuSjómaðurinn sem leitað var að við Vopnafjörð fannst nú klukkan hálftólf um eina og hálfa sjómílu frá landi. Það var björgunarskipið Hafbjörg frá Neskaupstað sem fann manninn og var hann látinn.
Um hundrað björgunarsveitarmenn frá tólf björgunarsveitum ásamt þyrlu, flugvél og varðskipi frá Landhelgisgæslunni tóku þátt í leitinni. Leit hafði staðið yfir frá því í gærkvöld eftir að Vaktstöð siglinga náði ekki Í bátinn. Hann fannst hins vegar í fjörunni, mitt á milli Kattárvíkur og Fles út af Kollamúla í Vopnafirði.
Maðurinn fór til veiða á bátnum í gærmorgun frá Vopnafirði en óvíst er hvað gerðist eftir það. Ekki verður greint frá nafni mannsins að svo stöddu.