Fara í efni

Eldur í Kúffiskveiðiskipinu Fossá ÞH

Íþróttir
15.04.07Í dag kl 17:00 kom upp eldur í Kúfiskveiðiskipinu Fossá frá Þórshöfn um það leiti sem það kom í höfn með fullfermi.Eldurinn blossaði upp þegar glussaslanga gaf sig og glussi spíttist yfir heit

15.04.07
Í dag kl 17:00 kom upp eldur í Kúfiskveiðiskipinu Fossá frá Þórshöfn um það leiti sem það kom í höfn með fullfermi.

Eldurinn blossaði upp þegar glussaslanga gaf sig og glussi spíttist yfir heita aðalvél skipsins með þeim afleiðingum að upp blossaði eldur.
Vélstjórinn á Fossá brást skjótt við og náði hann að slökkva eldinn. Slökkvilið Langanesbyggðar á Þórshöfn mætti skömmu síðar og tryggði vettvanginn og að eldurinn myndi ekki blossa upp aftur. Vélstjórinn var svo fluttur á heilsugæsluna á Þórhöfn til aðhlynningar vegna gruns um reikeitrun

Skemmdir urðu óverulegar á skipinu og tefst það líklega ekki mikið út af atvikinu