Fara í efni

Frá Fonti til Reykjanestáar

17. júlí 2007Búist er við að níu slökkviliðsmenn sem ákváðu að hjóla frá Fontinum á Langanesi til Reykjanestáar komi í mark í dag.Lagt verður af stað í síðasta áfangann frá Grinndavík til Reykjan

17. júlí 2007
Búist er við að níu slökkviliðsmenn sem ákváðu að hjóla frá Fontinum á Langanesi til Reykjanestáar komi í mark í dag.

Lagt verður af stað í síðasta áfangann frá Grinndavík til Reykjanestáar 15km leið kl 11:00 í dag.

Garparnir báru sig vel þrátt fyrir mikla þreytu því leiðin sem þeir hafa lagt af baki er ekki eftir venjulegum vegum heldur yfir þvert landið yfir Sprengisand niður að Geysi um nesjavelli og þaðan til Grindavíkur.

Að sögn Kjartans Blöndal sem er í trússinu (fylgir þeim eftir á Bíl) bauð bláa lonið mönnunum í mat sem þeir þágðu með þökkum.

Meira á slökkvilið Langanesbyggðar