Fara í efni

Frá fonti til táar

Hjóla til styrktar sjúkra og líknarsjóði SHSNíu slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) ætla að hjóla yfir landið 7.-18. júlí í því skyni að afla stuðnings við sjúkr

Hjóla til styrktar sjúkra og líknarsjóði SHS

Níu slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) ætla að hjóla yfir landið 7.-18. júlí í því skyni að afla stuðnings við sjúkra- og líknarsjóð starfsmannafélags liðsins.

Hjólamennirnir gistu í Grunnskólanum á Þórshöfn á föstudagskvöldið og trússararnir höfðust þar við í gær við að græja farangur og nesti og raða í bílana.
Síðan héldu þeir í Hafralónshúsið í gærkveldi til móts við hjólreiðarmennina, en þeir voru að leggja í hann frá Þórshöfn um 6 leitið seinnipartinn í gær.
Sjá nánar á

www.babu.is

Níu slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) ætla að hjóla yfir landið 7.-18. júlí í því skyni að afla stuðnings við sjúkra- og líknarsjóð starfsmannafélags liðsins. Lagt verður af stað frá Fonti á Langanesi á laugardaginn og er fyrirhugað að ljúka ferðinni á Reykjanestá miðvikudaginn 18. júlí. Sjúkra- og líknarsjóðurinn styrkir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sem verða fyrir alvarlegum áföllum en þeir starfa oft við aðstæður sem skapa miklar líkur á slysum og sjúkdómum. Stjórn sjóðsins getur einnig ákveðið að styrkja einstaklinga eða hópa utan raða SHS.