Fara í efni

Frá Vegagerðinni Þórshöfn

Fundur
5.ágúst 2007Búið er að hefla alla malarvegi á svæðinu frá Grímstöðum til Þórshafnar eins og hægt er. Ekki var hægt að hefla frá Leirhöfn að Raufarhöfn vegna þess að mikið af slitlag er fokið burt vegn

5.ágúst 2007

Búið er að hefla alla malarvegi á svæðinu frá Grímstöðum til Þórshafnar eins og hægt er.
Ekki var hægt að hefla frá Leirhöfn að Raufarhöfn vegna þess að mikið af slitlag er fokið burt vegna þurka og víða eru þurrahvörf sem ber að varast.

Á Hólsandi er u.þ.b.. kílómeters kafli ofan við Dettifoss sem er slæmur af sömu ástæðu nánar tiltekið við Hólselsmela.

Eftir Verslunarmannahelgi verður ekið slitlagsefni á þessa kafla og heflað í framhaldi af því.
 
Malarvegirnir eru nokkuð góðir,  nema á tilgreindum köflum og ber að sýna mikla aðgæslu við akstur þar og stilla hraða í hóf. 

31.07.2007
Miklir þurrkar í sumar hafa valdið því að malarvegir eru mjög illa farnir og eru miklar skemmdir á öllum vegum sem ekki eru með bundnu slitlagi á norðausturhluta landsins. 
 
Hafa allir malarvegir á svæðinu orðið fyrir barðinu á þurrkunum sem lýsa sér þannig að þrátt fyrir að vegirnir séu heflaðir ná þeir ekki að þjappast, heldur fýkur yfirborðsklæðningin af vegunum og eftir stendur gróft undirlagið.
 
Í dag var Melrakkasléttan hefluð og er einnig verið að hefla á Öxarfjarðarheiði.

 Í kvöld eða nótt verður svo Hólssandur heflaður.
  Rigningin sem nú er á landinu hjálpar vegagerðamönnum við lagfæringarnar á vegunum, svo það er ekki alslæmt þó það vökni í nokkra daga.