-Fréttabréf- 7. nóvember 2005
-Fréttabréf-
Björgunarsveitin Hafliði
7. nóvember 2005
2. tbl. 4. árg.
Ábm. Siggeir Stefánsson
Kæru íbúar Þórshafnar- og Svalbarðshrepps
Hér er farið yfir það helsta sem er á döfinni hjá sveitinni veturinn 2005/2006.
1. des hátíð verður haldinn á vegum Hafliða og Leikfélags Þórshafnar. Arnar Einarsson veislukokkur sér um matinn. Nánar auglýst síðar.
Gunnlaugur verður með jólatrésölu eins og mörg undanfarin ár. Pöntunarlista verður dreift í öll hús.
Björgunarsveitin Hafliði mun ganga í öll hús á svæðinu og gefa börnum og unglingum, 16 ára og yngri jóladagatal og tannkrem.
Í sömu ferð verða reykskynjarar, eldvarnarteppi og slökkvitæki til sölu.
Við munum gefa rafhlöður í reykskynjara, yfirfara þá og gefa ráðleggingar.
Eins getum við sett upp reykskynjara ef þess er óskað.
Hvetjum fólk eindregið til að notfæra sér þessa þjónustu.
Námskeið
Eftirtalinn námskeið og æfingar verða haldinn veturinn 2005/2006.
1 9. og 10. nóvember kl. 20.00 verður haldið 2 daga áttavita námskeið í Hafliðabúð.
2 16. og 17. nóvember kl. 20.00 verður haldið 2 daga Fjarskipta-námskeið í Hafliðabúð.
3 23. og 24. nóvember kl. 20.00 verður haldið 2 daga GPS námskeið í Hafliðabúð.
4 Bátanámskeið verður haldið í vetur, staður og stund auglýst síðar.
5 Fluglínunámskeið verður haldið í vetur, staður og stund auglýst síðar.
6 Útbúnaðarnámskeið verður haldið í vetur, staður og stund auglýst síðar.
Muna að taka með sér skriffæri og blöð.
Bátadeild
Nýji Björgunarbátur sveitarinnar heitir Jón Kr. og er hann mikil og góð viðbót í bátadeild félagsins. Nú vantar okkur gott nafn á eldri bát félagsins.
Unglingadeild
Minnum á að unglingadeildinn er með reglulega fundi á miðvikudagskvöldum í Hafliðabúð.
Á þessum fundum er ýmislegt gert, fræðandi og skemmtilegt, s.s. hnútakennsla, förðunarnámskeið, myndbandagerð og margt fleira.
Framundan hjá unglingadeild er að gefa út jólablað með ýmsu efni til fjáröflunar fyrir deildina.
Stefnt er á brettaferð eftir miðsvetrarprófin.
Slökkvitæki
Gengið verður í hús og boðið upp á skoðun á slökkvitækjum í janúar næstkomandi.
Fréttir
Verið er að setja olíumiðstöð í Hummer.
Stefnt er á að efla stjórnstöð sveitarinnar með nýjum talstöðvum, nettengingu og ýmsar aðrar lagfæringar.
Bílastæði og fleiri svæði við húsin okkar verða malbikuð þegar veður og aðstæður leyfa. Þórir Jónsson mun undirbúa svæðið fyrir malbikun.
Björgunarsveitafatnaður
Bj.sv. Hafliði býður öllum félagsmönnum styrk til að kaupa sér utanyfirgalla frá Landsbjörg. Styrkurinn hljóðar upp á kr. 12.000,-. Gallinn (buxur og úlpa) kostar um 19 þúsund krónur hjá 66° Norður svo einungis þarf að greiða um 7.000,- fyrir gallann. Landbjörg niðurgreiðir verðið líka enda er fullt verð um 40 þús.
Félagar fara og versla sér sjálfir galla í 66°N og koma svo með nótu til gjaldkera félagsins og fá 12 þús. krónur endurgreitt.
Hvetjum félagsmenn til að kaupa sér utanyfirgalla !!!
Við viljum þakka öllum velunnurum okkar fyrir þeirra framlag til framgang og vöxt björgunarsveitar Hafliða, Án þeirra væri ekki hægt að halda úti starfsemi sem þessari.
Takk fyrir.