Fara í efni

Fyrirlestur um uppeldismál

Fundur
6. september 2007Margrét Pála Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar var með fyrirlestur undir yfirskriftinni: Hjallastefnan og stelpur og strákar í skóla. Möggu Pálu ber vart að kynna þar

6. september 2007
Margrét Pála Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar var með fyrirlestur undir yfirskriftinni:

Hjallastefnan og stelpur og strákar í skóla.

 Möggu Pálu ber vart að kynna þar sem hún er þekkt víða um lönd og er einn virtasti uppeldisfræðingur hér á landi
og hefur undir sinni umsjá og Hjallastefnunnar ehf 3 barnaskóla og 9 leikskóla.  
Upplýsingar er að finna á http://www.hjalli.is/

Það var samdóma álit fræðslu og menningarnefndar á vormánuðum að fá hana til að heimsækja okkur
og halda fyrirlestur fyrir kennara og foreldra og sitja fyrir svörum.

Heimsóknin er liður í að ná þekkingu og nýjungum um uppeldismál heim í hérað fyrir sem flesta.
Starfsfólk Skóla og Leikskóla ásamt foreldrum var velkomið, mæting og viðtökur frábærar.

Fyrirlesturinn var haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri miðvikudaginn þann 5.sept. kl 17:00 og stóð til kl: 19:35.

Fræðslu og Menningarnefnd Langanesbyggðar vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem mættu og
þá sérstaklega til Margrétar Pálu sem gaf okkur frábæra punkta inn í komandi skólabyrjun.

     Fræðslu og Menningarnefnd Langanesbyggðar