Fyrirlestur um uppeldismál
6. september 2007
Margrét Pála Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar var með fyrirlestur undir yfirskriftinni:
Hjallastefnan og stelpur og strákar í skóla.
Möggu Pálu ber vart að kynna þar sem hún er þekkt víða um lönd og er einn virtasti uppeldisfræðingur hér á landi
og hefur undir sinni umsjá og Hjallastefnunnar ehf 3 barnaskóla og 9 leikskóla.
Upplýsingar er að finna á http://www.hjalli.is/
Það var samdóma álit fræðslu og menningarnefndar á vormánuðum að fá hana til að heimsækja okkur
og halda fyrirlestur fyrir kennara og foreldra og sitja fyrir svörum.
Starfsfólk Skóla og Leikskóla ásamt foreldrum var velkomið, mæting og viðtökur frábærar.
Fyrirlesturinn var haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri miðvikudaginn þann 5.sept. kl 17:00 og stóð til kl: 19:35.
Fræðslu og Menningarnefnd Langanesbyggðar vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem mættu og
þá sérstaklega til Margrétar Pálu sem gaf okkur frábæra punkta inn í komandi skólabyrjun.
Fræðslu og Menningarnefnd Langanesbyggðar