Fara í efni

Gatnagerðargjöld og álagningarákvæði

Gatnagerðargjöld Gjaldskrá.  1. gr.Af öllum lóðum, nýbyggingum, stækkunum eldri húsa svo og annara mannvirkja, hvort sem er á leigu- eða eignarlóðum, skal greiða gatnagerðargjald til sveitarsjóðs
Gatnagerðargjöld

Gjaldskrá.
 
1. gr.

Af öllum lóðum, nýbyggingum, stækkunum eldri húsa svo og annara mannvirkja, hvort sem er á leigu- eða eignarlóðum, skal greiða gatnagerðargjald til sveitarsjóðs samkvæmt gjaldskrá þessari. Um gatnagerðargjald fer að öðru leyti eftir lögum um gatnagerðargjald  nr. 17/1996 og reglugerð um gatnagerðargjald nr. 543/1996.

 
Innifalið í gatnagerðargjaldi er gatnagerð, svo og skipulag, mælingar og hönnun gatna, undirbygging, tilheyrandi lagnir, m.a. vegna götulýsingar, lagning bundins slitlags, gangstéttar, umferðareyjar og þess háttar sem gert er ráð fyrir í skipulagi.

 
2. gr.

Gatnagerðargjald er reiknað út eftir flatarmáli lóðar og stærð allra bygginga á henni í rúmmetrum. Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingakostnaðar pr. rúmmetra eins og hann er á hverjum tíma í vísitölu fjölbýlis samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. ( apríl 1999 kr. 24.784,75 ) Hundraðshluti byggingakostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:

 

Einbýlishús ............................................................................    3,25%

Rað- og fjöleignahús ( mest fjórar íbúðir ).............................    2,00%

Fjöleignahús ( 5 íbúðir eða fleiri ) .........................................    1,80%

Verslunar- og skrifstofuhúsnæði ............................................    2,80%

Iðnaðar- atvinnu- og geymsluhús ...........................................    2,80%

Annað húsnæði .......................................................................    2.80%

 

Af hverjum fermetra lóðar skal að auki greiða kr. 40,-  Fermetragjald af lóð skal ekki greiða þegar um endurbætur eða viðbyggingar er að ræða, enda hafi það áður verið innheimt. Hafi fermetragjald hinsvegar ekki verið innheimt af byggðri lóð skal innheimta það þegar veitt hefur verið leyfi fyrir viðbyggingu húss eða nýbyggingu á lóðinni. Rúmmál húsa skal reikna skv. ÍST 50 um flatarmál og rúmmál bygginga, þ.m.t. bifreiðageymslur og önnur útihús, og skal miðað við brúttóstærðir samkvæmt samþykktum uppdrætti og af lóð samkvæmt þinglýstum lóðarleigusamningi.

 
3. gr.

Gatnagerðargjald skal lækkað eða fellt niður þegar svo stendur á , sem í 1. 5. tl. þessarar greinar segir:

 

1. Af viðbyggingum íbúðarhúsa sem eru orðin 15 ára og eldri skal greiða 50% af

    rúmmetragjaldi skv. gjaldskrá þessari. Af yfirbyggingu svala, glerskálum

    (sólstofum ) o.þ.h. skal þó ekki greiða gatnagerðargjald, enda nemi stækkun ekki

    meira en 1/3 hluta af flatarmáli íbúðar og aldrei meiru en 30m2 á hverja íbúð.


2. Af kjöllurum ( jarðhæðum ) og rishæðum þar sem lofthæð er undir 1,80 m. og sem

    ekki eru notuð til íbúðar eða atvinnurekstrar skal greiða 50% af venjulegu

    rúmmetragjaldi.


3. Af gluggalausu kjallararými íbúðarhúsa, sem myndast þegar hagkvæmara er að

    grafa út grunn eða fylla hann upp, skal greiða 25% af venjulegu rúmmetragjaldi,

    enda sé aðeins gegnt í það rými innan frá.


4. Af sameiginlegum bifreiðageymslum, fyrir þrjár bifreiðar eða fleiri, sem byggðar

    eru samkvæmt skipulagsmálum og koma í stað bifreiðastæða skal greiða 25% af

    rúmmmetragjaldi þeirra húsa sem þær þjóna.


5. Í iðnaðarhúsnæði sem vegna starfsemi sinnar þarf meira en 6 metra lofthæð skal

    hámarkslofthæð að jafnaði reiknast 6 metrar við útreikning rúmmetragjalds.

 

4. gr.

Nú er ekki fyrirliggjandi samþykktur uppdráttur og skal þá miða við skráningu fasteignamats eða eftirfarandi lágmarksstærðir:

 

Einbýlishús með tilheyrandi bílageymslu .......................................500 rúmmetra

Rað- eða fjölbýlishús ( mest 4 íb. ), hver íbúð ................................400 rúmmetra

Fjöleignahús ( 5 íb. eða fleiri ), hver íbúð .......................................300 rúmmetra

Lóðir ................................................................................................750 fermetra

 

Í öllu öðru húsnæði skal við útreikning rúmmáls til gatnagerðargjalds miðað við lofthæð 3,5 metrar nema uppdráttur sýni annað. Áætla skal nýtingarhlutfall lóðar 0,2 0,5 eftir nánari ákvörðun bygginganefndar hverju sinni, þ.e. ef samþykkt deiliskipulag kveður ekki á um nýtingarhlutfallið. Framangreindar reglur gilda, ef hús eru stækkuð, að því er til stækkunarinnar tekur. Endanlegt gatnagerðargjald skal reikna skv. 2. gr. þegar samþykktur uppdráttur liggur fyrir og það greitt við veitingu byggingaleyfis.

 
5. gr.

Sveitarstjórn er heimilt að hækka eða lækka gatnagerðargjald, útreiknað skv. 2. gr. og 3. gr. um allt að 35% vegna breytilegs kostnaðar við undirbyggingu og frágang gatna eftir hverfum, m.a. vegna kostnaðar við land, jarðvegsdýpt, stærð lóðar við götu, staðsetningu lóðar, verðmæti lóðar, þversnið lóðarfrágangs o.fl.

 
6. gr.

Þegar hús, sem innheimt hefur verið af gatnagerðargjald, er rifið eða fjarlægt af lóð og nýtt byggt í staðinn, er heimilt að innheimta  gatnagerðargjald af því sem stækkuninni nemur skv. 2. gr. Sama gildir ef hús brennur og byggt er nýtt hús á lóðinni. Hafi ekki verið innheimt gatnagerðargjald af húsi því sem hverfur er heimilt að innheimta fullt gjald skv. gjaldskrá þessari af nýbyggingunni.


7. gr.

Greiða skal 50% gatnagerðargjalds innan eins mánaðar frá lóðarúthlutun, 25% þegar  byggingaleyfi er veitt og 25% þegar hús er fokhelt. Hafi ekki verið lagt bundið slitlag á viðkomandi götu við lóðarúthlutun skal einungis greiða 20% gjaldsins við úthlutunina og 30% við lagningu bundins slitlags. ( Annað óbreytt þ.e. 25% v/ byggingaleyfi og 25% v/fokhelt ) Af gjaldföllnu gatnagerðargjaldi skal reikna dráttarvexti skv. 3. kafla vaxtalaga nr. 25/1987.

 
8. gr.

Um endurgreiðslu gatnagerðargjalds fer eftir 9. gr. reglugerðar nr. 543/1996. Gatnagerðargjald endurgreiðist ásamt verðbótum samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar frá þeim degi er það var veitt. Gatnagerðargjald, sem greitt hefur verið í tengslum við veitingu byggingaleyfis, skal verðbætt samkvæmt framansögðu til þess dags, þegar byggingaleyfið fellur úr gildi. Í öðrum tilvikum skal reikna verðbætur til þess dags þegar gatnagerðargjaldið er endurgreitt.

 
9. gr.

Heimilt er sveitarstjórn að fresta álagningu gatnagerðargjalds á fasteignir þeirra sem náð hafa 67 ára aldri og þeirra sem eiga við langvarandi sjúkdóma eða örorku að stríða. Verði húseign, sem frestað hefur verið álagningu gatnagerðargjalds á, seld skal sveitarstjórn heimilt að leggja gjaldið á að nýju eins og það er á þeim tíma sem eignin er seld. Skal þinglýsa þeirri kvöð á viðkomandi fasteign. Heimilt er að veita staðgreiðsluafslátt af gatnagerðargjaldi eftir ákvörðun sveitarstjórnar á hverjum tíma.

 
10. gr.

Gjöld skv. 2. gr. breytast m.v. vísitölu byggingarkostnaðar ( heild ) eins og hún er 1. hvers mánaðar.

 
11. gr.

Af húsum sem standa við götur sem ekki hafa verið lagðar bundnu slitlagi við gildistöku gjaldskrár þessarar skal innheimta 69,2% af rúmmetragjaldi og fullt fermetragjald lóðar samkvæmt gjaldskrá þessari við lagningu bundins slitlags samkvæmt heimild til bráðabirgða í lögum um gatnagerðargjald nr. 17/1996 og 15. gr. reglugerðar um gatnagerðargjald nr. 15/1996. Greiða skal 20% heildarupphæðarinnar að lokinni álagningu slitlags en um greiðslu eftirstöðva er heimilt að semja um allt að til þriggja ára.

 
12. gr.

Samningar og skilmálar um gatnagerðargjöld, og álögð gatnagerðargjöld, fyrir 1. janúar 1998, skulu halda gildi sínu og innheimtast skv. heimild í ákvæði til bráðabirgða í lögum um gatnagerðargjald nr. 17/1996. Gatnagerðargjöld sem innheimt hafa verið eftir 1. janúar 1998 samkvæmt eldri gjaldskrá skulu leiðrétt til samræmis við nýja gjaldskrá í tilvikum þar sem ný gjaldskrá leiðir til lækkunar en haldast óbreytt ef um hækkun er að ræða.

 
13. gr.

Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt 11. gr. reglugerðar um gatnagerðargjald nr. 543/1996 og öðlast þegar gildi.

 

Þannig samþykkt í Hreppsnefnd Þórshafnarhrepps þann 27. maí 1999 eftir tvær umræður í sveitarstjórn.

Álagningarákvæði í Þórshafnarhreppi 2005.

1. Gjaldskrá fasteignagjalda

Fasteignaskattur A er 0,36% af heildarálagningarstofni.
Fasteignaskattur B er 1,65% af heildarálagningarstofni.
Lóðarleiga er kr. 4.25,- pr. m2 eða samkvæmt leigusamningi.
Vatnsskattur er 0,15% af heildarálagningarstofni.
Aukavatnsskattur er kr. 12,10 pr. m3 vatns.
Holræsagjald er 0,15% af heildarálagningarstofni.
Sorphreinsunargjald heimila kr. 5.500,- á íbúð.
Sorphreinsunargjald fyrirtækja kr. 5.500,- eða samkvæmt reikningi.
Sorpeyðingargjald heimila kr. 5.500,- á íbúð.
Sorpeyðingargjald fyrirtækja:
A-flokkur kr. 5.500,- Urðað magn (áætlað) að 12 m3 á ári.
B-flokkur kr. 16.500,- Urðað magn (áætlað) frá 12 að 48 m3 á ári.
C-flokkur kr. 66.000,- Urðað magn (áætlað) frá 48 m3 á ári.

2. Undanþágur

Elli- og örorkulífeyrisþegar fá allt að 20.000.- kr. niðurfellingu á fasteignaskatt af eigin íbúðarhúsnæði, sem viðkomandi býr í. Hlutfallsleg örorka veitir hlutfallslegan rétt til lækkunar. Þessar lækkanir hafa verið færðar á álagningarseðlum hjá ellilífeyrisþegum en öryrkjar þurfa að sækja um eða endurnýja fyrri umsóknir. Ef gjaldandi telur sig eiga rétt á frekari afslætti á grundvelli þessa ákvæðis er viðkomandi vinsamlega beðinn um að hafa samband við skrifstofu Þórshafnarhrepps.

3. Skilgreiningar álagningastofna

Lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum. Breytingar nr. 945/2000, 1.gr.: Leggja skal árlega fasteignaskatt á allar fasteignir sem metnar eru í fasteignamati 31. desember á næstliðnu ári, sbr. þó 5.gr. Stofn til álagningar á allar fasteignir skal vera fasteignamat þeirra. Skattur skal vera sem hér segir:
Allt að 0.50% af álagningarstofni:
Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd og jarðeignir, sem ekki eru nytjaðar til annars en landbúnaðar, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
Allt að 1.32% af álagningarstofni:
Allar aðrar fasteignir.
Heimilt er sveitarstjórn að hækka um allt að 25% hundraðshluta þá, sem til-
greindir eru í 3. mgr. þessarar greinar, samkvæmt öðrum hvorum eða báðum stafliðum.

Álagningarstofn vatnsskatts er fasteignamat húss og lóðar, þó að hámarki 0.30% af álagningarstofni. Heimilt er sveitarstjórn að miða vatnsskatt við stærð fasteignar og/eða notkun skv. mæli eða fast gjald sbr. lög nr. 81/1991.

Álagningarstofn holræsagjalds er fasteignamat húss og lóðar. Gjald má miða við virðingaverð fasteigna eða við stærð lóðar eða við hvorttveggja sbr. vatnalög.

4. Önnur Þjónustugjöld

Önnur þjónustugjöld eru ákveðin af sveitarstjórn.

5. Gjalddagar

Gjalddagar fasteignagjalda eru 8
Eindagi fasteignaskatta er 30 dögum eftir gjalddaga.