Heimsókn frá Hlíðarfjalli
25. mars 2004
S.l. fimmtudag þann 25.mars kom Guðmudur Karl sem er yfirmaður Hlíðarfjalls og Vetramiðstöð Íslands á Akureyri til að skoða aðstæður í Gunnólfsvíkurfjalli og Viðarfalli til skíða- og brettaiðkunar:
Myndir
.
.
S.l. fimmtudag þann 25.mars kom Guðmundur Karl sem er yfirmaður Hlíðarfjalls og Vetramiðstöð Íslands á Akureyri til að skoða aðstæður í Gunnólfsvíkurfjalli og Viðarfalli til skíða- og brettaiðkunar.
Tilgangur ferðar Guðmundar Karls var annarsvegar að kíkja á toglyftu sem er í eigu Þórshafnarhrepps og hefur ekki verið notuð lengi og stendur til að koma upp. Hins vegar að líta á svæðin með það fyrir augum að stefna á framtíðarsvæði til skíða- og brettaiðkunar.
Gott veður var þegar fjöllinn voru skoðuð og útsýnið glæsilegt. Hópurinn sem skoðaði fjöllin var Auk Guðmundar Karls, þeir Stefán Már Guðmundsson, íþróttafulltrúi, Magnús Sigurðsson bílstjóri HUMMER og mikil áhugamaður fyrir þessum málum, Kristján Gunnarsson myndatökumaður og umsjónarmaður heimasíðu Þórshafnarhrepps.
Eiríkur í Borgum kom svo með seinni daginn til þess að kanna betur aðstæður í Viðarfjalli. Mikil áhugi er fyrir Viðarfjallinu þar sem það er alltaf nægur snjór, stutt í rafmagn, vegur til staðar, svæðið gæti verið samnýtt Raufarhafnarbúum og þess vegna Öxarfirði þegar nýji vegurinn kemur. Guðmundur Karl mun skila inn skýrslu, sem og Stefán Már til þess að leggja fyrir hreppsnefndi og íþrótta- og tómstundarnefnd til kynningar.
Mikil áhugi er að drífa upp toglyftu strax til þess að vekja athygli á þessu frábæra og fallega skíðasvæði.