Fara í efni

Hér er nýjasta fréttabréf Hafliða

1.júní 2007.En þar kemur frama að!AðstöðuskáparBúið er að setja upp nýja fata og geymsluskápa í Hafliðabúð og er þetta mikil breyting á aðstöðu félagsmanna.Nýr björgunarbíllBíllinn sem er Nissan Patro

1.júní 2007.

En þar kemur frama að!
Aðstöðuskápar

Búið er að setja upp nýja fata og geymsluskápa í Hafliðabúð og er þetta mikil breyting á aðstöðu félagsmanna.

Nýr björgunarbíll

Bíllinn sem er Nissan Patrol fullbreyttur á 44 tommu dekkjum er væntanlegur til okkar seinnipartinn í Júní.
Björgunarsveitafatnaður.

Bj.sv. Hafliði býður öllum félagsmönnum styrk til að kaupa sér utanyfirgalla frá Landsbjörg. Styrkurinn hljóðar upp á kr. 12.000,-. Gallinn (buxur og úlpa) kosta um 19 þúsund kronur hjá 66°N svo gallinn kostar um 7.000,- til félagsmanna.

Þyrlueldsneyti.

Bj.sv Hafliði hefur tekið að sér að geyma og hafa umsjón með eldsneyti fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar sem geymt er á flugvellinum. Landflutningar-samskip gáfu sveitinni gám til þessara nota.

Við viljum þakka öllum velunnurum okkar fyrir þeirra framlag til eflingar og vaxtar björgunarsveitarinnar Hafliða, án ykkar væri ekki hægt að halda úti starfsemi sem þessari. ..........fréttabréf