Hildur ÞH 38 ferst í Þistilfirði.
04.07.2007
Hildur ÞH hét áður Skálafell ÁR Mannbjörg varð þegar Hildur ÞH 38 fórst á Þistilfirði nú í hádeginu. Útkall barst um 12:55 og klukkan 13:45 var Gunnbjörgin búin að finna gúmmíbjörgunarbátinn, þar sem
Hildur ÞH hét áður Skálafell ÁR
Mannbjörg varð þegar Hildur ÞH 38 fórst á Þistilfirði nú í hádeginu. Útkall barst um 12:55 og klukkan 13:45 var Gunnbjörgin búin að finna gúmmíbjörgunarbátinn, þar sem skipverjarnir tveir voru heilir á húfi, og var komin með þá aftur í land rétt fyrir klukkan 15:00.
Flugvél á flugi í íslenskri lofthelgi heyrði neyðarsendingar um klukkan 12:43 í dag en þær munu hafa verið frá línubátnum Hildi ÞH-38 frá Raufarhöfn,
Bátadeild björgunarsveitarinnar Hafliða hér á Þórshöfn var líka kölluð út og var komin langleiðina yfir fjörðinn þegar fréttir bárust af björgun mannanna og var þessi mynd tekin þegar verið var að koma björgunarbátnum í land.