Fara í efni

Karlakórinn Drífandi

Fréttir
Karlakórinn Drífandi heldur tónleika í Þórshafnarkirkju, laugardaginn 21. apríl, klukkan 15:00.   Tónleikarnir bera yfirskriftina Á heimaslóðum og þar er lögð áhersla á flutning á verkum ef

Karlakórinn Drífandi heldur tónleika í Þórshafnarkirkju, laugardaginn 21. apríl, klukkan 15:00.  

Tónleikarnir bera yfirskriftina Á heimaslóðum og þar er lögð áhersla á flutning á verkum eftir heimamenn á Austurlandi. Hér er ýmist um að ræða lög við ljóð heimamanna, eða lög sem heimamenn hafa gert við ljóð annarra. Ýmist eru verkin löngu þekkt, eða hafa sjaldan eða aldrei verið flutt áður. Nokkur laganna á verkefnaskránni voru sérstaklega samin eða útsett til flutnings á þessum tónleikum.

Karlakórinn Drífandi var stofnaður árið 2001 og er skipaður söngmönnum af Fljótsdalshéraði, Vopnafirði og Fjarðabyggð. Þetta er í annað sinn sem kórinn syngur í Þórshafnarkirkju og vonast kórfélagar til að sjá sem flesta gesti á tónleikunum.