Landsmót Bifhjólafólks í Skúlagarði.
17.06.2007
Íþróttir
Helgina 5 - 8 júlí verður Landsmót Bifhjólamanna haldið í Skúlagarði í Keldukverfi.Segir í fréttatilkynningu frá mótshöldurum Bifhjólasamtökum Lýðveldisins Sniglar að á dagskrá verði m.a. Dansleikir m
Helgina 5 - 8 júlí verður Landsmót Bifhjólamanna haldið í Skúlagarði í Keldukverfi.
Segir í fréttatilkynningu frá mótshöldurum Bifhjólasamtökum Lýðveldisins Sniglar að á dagskrá verði m.a. Dansleikir með hljómsveitunum Sniglabandið, Signía og Fallen Heros. Einnig verða kappleikir, kúrekasúpa hjólasýning, burnout, varðeldur og Steik Ala Sigga ásamt AA fundi.
Miðaverð 6000 kr fyrir alla helgina (ofangreint innifalið)
Tekið er fram að þetta sé ekki fjölskyldumót og eru því börn og gæludýr ekki æskileg.