Fara í efni

Langaneshafnir

GJALDSKRÁ FYRIR LANGANESHAFNIRGildissvið.1. gr.Gjaldskrá þessi gildir fyrir Bakkafjarðarhöfn og Þórshafnarhöfn og er sett skv. heimild í 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003, sbr. bráðabirgðaákvæði nr. 1.Um

GJALDSKRÁ FYRIR LANGANESHAFNIR

Gildissvið.

1. gr.

Gjaldskrá þessi gildir fyrir Bakkafjarðarhöfn og Þórshafnarhöfn og er sett skv. heimild í 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003, sbr. bráðabirgðaákvæði nr. 1.

Um hafnagjöld.

2. gr.

 Við ákvörðun hafnagjalda samkvæmt stærð skipa skal miða við brúttótonnatölu skipa samkvæmt alþjóðlegu mælibréfi, sem gefið er út eftir ákvæðum alþjóðasamþykktarinnar um mælingu skipa frá 1969.

3. gr.

Af öllum skipum skal greiða tilheyrandi gjöld til hafnarsjóðs ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar.

Lestargjald.

4. gr.

Af öllum skipum skal greiða lestargjald, kr. 10,51 á mælieiningu skv. 2. gr. en þó ekki oftar en tvisvar í mánuði. Undanþegin greiðslu lestargjalds eru herskip, varðskip og skip sem eru gerð út til vísindalegra rannsókna, svo og skip sem leita hafnar vegna sjóskaða eða til að láta í land sjúka menn eða látna, svo fremi þau hljóti ekki aðra þjónustu.

Bryggjugjöld.

5. gr.

Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða kr. 2,90 á mælieiningu skv. 2. gr. fyrir hverja byrjaða 12 tíma sem skipið liggur bundið. Fiskiskip greiða þetta gjald eigi oftar en 26 sinnum í mánuði. Heimilt er að taka lestar- og bryggjugjald af fiskiskipum og minni bátum sem mánaðargjald, kr. 70 á mælieiningu, en þó aldrei lægra en kr. 7.700 á mánuði. Bátar minni en 20 bt. greiði þó aldrei lægra en kr 4.900 á mánuði nema þeir liggi við bryggju í mjög skamman tíma (1 - 5 daga) en þá skal gjaldið nema kr. 3.000 Skip samkvæmt 2. mgr. 4. gr. eru undanþegin bryggjugjaldi.

Vörugjöld.

6. gr.

Vörugjöld skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða úr landi á skipsfjöl, eða úr einu skipi á annað, innan takmarka hafnarinnar, þó með þeim undantekningum er síðar getur.

7. gr.

Fyrir vörur sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til annarrar hafnar, innlendrar eða erlendrar, en eru látnar á land um stundarsakir, skal aðeins greitt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land. Undanþegnar þessu gjaldi eru vörur sem látnar eru á land um stundarsakir vegna skemmda á skipi.

8. gr.

Af vörum sem fluttar eru á skip og fara eiga til annarra hafna innanlands greiðist hálft vörugjald. Af vörum sem fara eiga til útlanda en umskipað er í innlendri höfn skal greiða fullt vörugjald í fyrstu lestunarhöfn. Af vörum sem koma frá útlöndum og fara eiga áfram til útlanda er heimilt að innheimta fullt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land

9. gr.

Um vörugjald af flutningi ferjuskipa skal semja við ferjueiganda sem innheimtir gjaldið ásamt flutningsgjaldi og stendur skil á því til hafnarinnar. Farþegar, bifreiðar þeirra, farangur og vöruflutningar með ferjum og flóabátum, sem njóta styrks samkvæmt vegalögum eru undanþegnir vörugjaldi. Heimilt er þó að taka vörugjöld af vöru í vörugjaldsflokkum 1, 2 og 3, sbr. 12. gr.

10. gr.

 Þessar vörur eru algjörlega undanþegnar vörugjaldi:

 a) Umbúðir sem endursendar eru.

 b) Kol, olía, vistir og aðrar nauðsynjar skipa til eigin notkunar.

 c) Almennar póstsendingar og farangur ferðamanna.

 d) Úrgangur sem fluttur er til eyðingar.

11. gr.

 Vörugjald skal reikna eftir þyngd eða verðmæti, með umbúðum og af hverri sendingu sérstaklega. Fara skal eftir farmskrá skipa við útreikning vörugjalds. Skipstjóra eða afgreiðslumanni skips er skylt að láta gjaldkera hafnarinnar í té afrit af farmskrá. Sé engri farmskrá til að dreifa skal skipstjóri gefa drengskaparvottorð um vörumagn sem fermt hefur verið eða affermt úr skipi hans. Þyki hafnarstjóra ástæða til, getur hann hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt sem hann telur hentugast. Reynist vörumagnið vera meira en upp er gefið greiðir farmeigandi kostnaðinn. Séu fleiri en ein vörutegund í sendingu ósundurliðað skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund sem hæst gjald skal greiða af.

12. gr.

 Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og þar segir:

1. fl: Gjald kr. 250 fyrir hvert tonn:

Bensín, brennsluolíur, kol, laust korn, salt, vikur, kísilgúr, þörungamjöl, sement, áburður og úrgangur sem fluttur er til endurvinnslu.

2. fl: Gjald kr. 470 fyrir hvert tonn:

Lýsi og fiskimjöl.

3. fl: Gjald kr. 525 fyrir hvert tonn:

a) Þungavarningur, svo sem sekkjavörur, óunnið járn og stál, útgerðarvörur, smurningsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir, hráefni til iðnaðar og byggingaframkvæmda.

b) Pökkuð og niðursoðin matvæli, óáfengar drykkjarvörur og ávextir. Vélar og tæki hvers konar og varahlutir til þeirra, svo sem heimilis- og skrifstofuvélar, bifreiðar, bifhjól, reiðhjól, hjólbarðar, bátar, flugvélar, hreyflar, mælitæki, húsbúnaður, vefnaðarvara og fatnaður. Útvarps- og sjónvarpstæki, hljóðfæri, úr, klukkur, myndavélar, sjónaukar, glysvarningur alls konar, vín, tóbak, sælgæti, snyrtivörur og lyf.

c) Vörur sem ekki verða flokkaðar annars staðar eftir þyngd. Af flutningi vinnutækja innanlands skal veita allt að 50% afslátt. Vörugjald greiðist ekki af bifreiðum ferðamanna enda ferðast eigendur með sama skipi.

4. fl: Gjald 1,4%:

Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af heildarverðmæti aflans.

Gjald af frystum afla frystitogara og eldisfiski reiknast af helmingi heildarverðmætis.

Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd og gjald af gámafiski reiknast af áætluðu heildarverði. Kaupanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um keyptan afla mánaðarlega, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Kaupandi aflans innheimtir gjaldið hjá seljanda og er ábyrgur fyrir því til hafnarsjóðs þótt hann vanræki innheimtu þess. Standa ber skil á greiðslu aflagjalds eigi sjaldnar en mánaðarlega. Hámarksgjald samkvæmt lið þessum er 4.400 kr. fyrir hvert tonn. Lágmarksgjald í öllum flokkum er kr. 170

13. gr.

Af gjöldum þeim sem þessi gjaldskrá tekur til og reiknuð eru út frá mælieiningu skv. 2. gr. skal veita 17% afslátt vegna olíuflutningaskipa, sem geta flutt aðgreinda sjókjölfestu í sérhönnuðum geymum. Skilyrði þess að veita afslátt skv. 1. mgr. er að sýnt sé fram á að olíuflutningaskip geti flutt aðgreinda sjókjölfestu í sérhönnuðum geymum í samræmi við 13. reglu alþjóðasamnings um varnir gegn mengun sjávar frá skipum frá 1973 ásamt bókun frá 1978 (MARPOL 73/78).

Þessar upplýsingar þurfa að koma fram:

a) í athugasemdareitunum á alþjóðamælibréfinu sem tilgreint er í 2. gr. gjaldskrár þessarar, og

b) undir lið 5.2. í fylgiskjali af gerð B við alþjóðamengunarvarnaskírteinið (IOPP-skírteinið), sem gefið er út samkvæmt ákvæðum MARPOL 73/78.

Þjónustugjöld

14. gr.

Vogargjöld                                                                    Gjald kr.

Vigtun sjávarafla  pr. kg.                                                            0,40

Útkall vegna vigtunar                                                                 8.900

Lágmarksgjald vegna einstakrar vigtunar                                 650

Kranagjald pr. kg                                                                       0,22

Skráningargjald pr.kg.                                                               0,07

Vatnsgjöld

Vatn afgreitt frá bryggju kr. pr. tonn                                           210

Lámagnsgjald kr.                                                                       840

Tengigjald vegna vatns                                                             1.265

Tengigjald yfirvinna                                                                   5.060

Rafmagn

Rafmagn samkvæmt gjaldskrá Rarik + 22%

(10% vegna taps í köplum, viðhalds á búnaði og umsýslu)

Hafnarvernd

Komugjöld vegna hafnarverndar, fyrir hverja komu                    25.000
Öryggisgæsla pr. dv.                                                                    2.900
Öryggisgæsla pr. nv.                                                                    5.200
Hafnsögugjöld

Hafnsögugjöld hver mælieining                                                    5,75

Flutningur hafnsögumanns                                                           20.000

Fast gjald pr. skip dagvinna (hafsögumaður)                                3.500

Fast gjald pr. skip yfirvinna (hafsögumaður)                                 7.000

 Festargjald pr. afgreiðslu                                                              11.500

Önnur þjónustugjöld

Leiga fyrir 20 feta frystigáma (mánaðargjald)                                1.827

Leiga fyrir 40 feta frystigáma (mánaðargjald)                                2.680

Leiga fyrir 20 feta þurrgám á sérútb. gámasvæði (mán.)                 1.218

Leiga fyrir 40 feta þurrgám á sérútb. gámasvæði (mán.)                 2.070

Gjald fyrir skammtímageymslu veiðarfæra og búnaðar á

hafnarbakka (frítt fyrstu fimm dagana) pr. sólarhring                       3.450

Sorpgjöld - Fiskiskip 20 bt og undir (mánaðargjald)                         500

Sorpgjöld - Fiskiskip 21 - 200 bt. (mánaðargjald)                            4.000

Sorpgjöld - Fiskiskip 201 bt. og yfir (mánaðargjald)                        10.000

Sorpgjöld - Kaupskip samkvæmt reikningi pr.m3                            3.000          

Geymsla á áburði á hafnarsvæði   vikugjald  kr. pr. ton                  19

Um innheimtu og greiðslu hafnagjalda skv. hafnalögum.

15. gr.

Hafnarstjóri sér um innheimtu allra hafnargjalda og skal greiða gjöldin á skrifstofu hafnarinnar. Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er heimilt að reikna hæstu lögleyfðu dráttarvexti á skuldina.

16. gr.

Skipstjóri og eigandi skips ber ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til hafnarinnar vegna skipsins. Er skipstjóra skylt að afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og skrásetningarskírteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess og hefur hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinunum uns gjöld eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda skipagjaldsins. Að svo miklu leyti sem í gjaldskrá þessari eru ekki ákveðnir fastir gjalddagar á gjöldum skal greiða þau áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra nema hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt gjöld sín til hafnarinnar.

17. gr.

Vörugjald greiðir móttakandi af vörum sem koma til hafnarinnar og sendandi af vörum sem fluttar eru úr höfninni. Ef margir eiga vörur sem fluttar eru með sama skipi skal afgreiðslumaður skipsins standa hafnarsjóði skil á greiðslum. Ef skip hefur ekki farm sinn skráðan ber skipstjóri ábyrgð á greiðslu vörugjaldsins. Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir. Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið sem vörurnar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni fellur í gjalddaga þegar vörunar eru komnar á skip. Skipstjóra og afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt. Hafnarsjóður hefur haldsrétt í skráningar- og þjóðernisskírteinum skips til tryggingar gjaldinu. Aflagjald og vörugjald af útflutningi skal auk þess tryggt með veði í útflutningsbirgðum þess aðila er skuldar gjöldin.

18. gr.

Á öll verð skv. verðskrá þessari skv. 20. gr. hafnalaga er lagður 25,5% virðisaukaskattur sbr. 3. tl. 3. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.

19. gr.

Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka fjárnámi. Skipagjöld eru tryggð með lögveði í skipinu og gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðskuldum sbr. ákvæði 21. gr. hafnalaga nr. 61/2003.

Gildistaka.

 20. gr.

Gjaldskrá þessi fyrir Langaneshafnir er samþykkt af hafnarnefnd Langanesbyggðar  1. mars 2011 , skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004 begin_of_the_skype_highlighting end_of_the_skype_highlighting. Gjaldskráin gildir frá og með 3. mars 2011 og er til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt falla úr gildi eldri gjaldskrár fyrir Bakkafjarðarhöfn og Þórshafnarhöfn.

Samþykkt í sveitarstjórn Langanesbyggðar, 3. mars 2011

Hafnarstjóri Langanesbyggðar,
Gunnólfur Lárusson