Laust starf hjá sveitarfélaginu Langanesbyggð!
Íþrótta- og tómstundafulltrúi!
Laust er til umsóknar starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Langanesbyggðar með aðsetur á Þórshöfn eða á Bakkafirði.
Helstu verkefnin felast í því að samræma og efla starfsemi íþrótta- og æskulýðsfélaga í sveitarfélaginu ásamt því að sinna forvarnarstarfi í samvinnu við vímuvarnarráð og vinna almennt að eflingu hvers konar félagsstarfssemi í sveitarfélaginu.
Sjá auglýsingu.
Umsækjendur skulu hafa menntun á sviði íþrótta- og tómstundamála og/eða reynslu af störfum á þessum vettvangi.
Leitað er eftir einstaklingi með frumkvæði sem er tilbúinn til að takast á við krefjandi en um leið spennandi verkefni í samfélagi sem er í mótun.
Umsóknarfrestur um ofangreint starf er til og með miðvikudagsins 15. ágúst nk. og skal senda umsóknir á skrifstofu Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn.
Nánari upplýsingar veitir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, í símum 468 1220 og 895 1448 einnig má hafa samband um tölvupóst í bjorn@langanesbyggd.is.