Leyfi til eggjatöku í Skoruvíkurbjargi vorið 2007
15.05.2007
Það tilkynnist hér með að þriðjudaginn 15. maí sl. var úthlutað heimildum til eggjatöku í Skoruvíkurbjargi vorið 2007.
Dregið var úr umsóknum um heimild til bjargnytja á svæðinu frá Ytri-Bjarghúsum að Svínalækjartanga. Dráttur fór fram á áður auglýstum tíma á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn og fór þannig:
Svæðinu frá Ytri-Bjarghúsum að Litla Karli var úthlutað Eggjafélagi Þórshafnar. Sú kvöð fylgir að Átthagafélagi Þórshafnar og nágrennis verði séð fyrir 50 svartfuglseggjum endurgjaldslaust.
Svæðinu frá og með Litla Karli að Skipagjá var úthlutað Agli Einarssyni. Sú kvöð fylgir að Átthagafélagi Þórshafnar og nágrennis verði séð fyrir 50 svartfuglseggjum endurgjaldslaust.
Svæðinu í Skipagjá var úthlutað Sæmundi Einarssyni. Sú kvöð fylgir að eggjahátíð á Þórshöfn í tengslum við sjómannadaginn verði séð fyrir 25 svartfugls- og 25 ritueggjum endurgjaldslaust.
Svæðinu frá Skipagjá til og með Gatabás var úthlutað Kristni Lárussyni og Rúnari Þór Konráðssyni. Sú kvöð fylgir að eggjahátíð á Þórshöfn í tengslum við sjómannadaginn verði séð fyrir 50 svartfugls- eða ritueggjum endurgjaldslaust.
Svæðinu frá Gatabás að Svínalækjartanga var úthlutað Guðjóni Gamalíelssyni. Sú kvöð fylgir að eggjahátíð á Þórshöfn í tengslum við sjómannadaginn verði séð fyrir 50 svartfugls- eða ritueggjum endurgjaldslaust.
Leyfi til töku á svartfuglseggjum gildir til og með fimmtudagsins 31. maí nk.
Þórshöfn 15. maí 2007
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri