Fara í efni

Meira um olíumál á Drekavæðinu

Fundur
Kynningarfundir á Akureyri og Egilsstöðum um undirbúning vegna hugsanlegrar olíuleitar við Ísland Iðnaðarráðuneytið hélt á dögunum kynningarfundi um áætlun og umhverfismat vegna hugsanlegrar olíuleita

Kynningarfundir á Akureyri og Egilsstöðum um undirbúning vegna hugsanlegrar olíuleitar við Ísland
Iðnaðarráðuneytið hélt á dögunum kynningarfundi um áætlun og umhverfismat vegna hugsanlegrar olíuleitar á Drekasvæði við Jan Mayen hrygginn..

Á fundunum var m.a. fjallað um lagaramma og stjórnsýslu vegna olíuleitar, hugsanleg efnahagsleg áhrif, jarðfræði Drekasvæðisins og möguleika á olíu- og gaslindum þar, auk þess sem fjallað var um veðurfar, lífríki sjávar, fiskistofna og fuglalíf á svæðinu, sem og hugsanleg áhrif leitar, rannsókna og vinnslu olíu á umhverfið.


Mynd af drekasvæðin við Jan Mayen
Skýrslan 128.bls
Fylgiskjöl með skýrslunni
Frétt um útgáfu skýrslunar
Samantekt á helstu atriðum skýrslunnar 8.bls

Næstu skref

Að loknu framangreindu kynningar- og umsagnarferli og að teknu tilliti til athugasemda sem þar berast verður gefin út lokaskýrsla í júní 2007. Á grundvelli þeirrar skýrslu verður hægt að taka ákvörðun um hvort hefja eigi leyfisveitingaferli vegna útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu olíu á Drekasvæðinu.

Ef ákvörðun verður tekin um að hefja eigi leyfisveitingaferli má gera má ráð fyrir að a.m.k. eins árs undirbúningsvinna sé framundan áður en hægt verði að úthluta sérleyfum til rannsókna og vinnslu olíu á norðanverðu Drekasvæðinu. Því verður væntanlega ekki hægt að veita slík sérleyfi fyrr en í fyrsta lagi á miðju næsta ári.

Í þeirri undirbúningsvinnu þarf m.a. að huga að skattamálum því áður en leyfi verða veitt þarf að taka ákvörðun um hvort leggja eigi sérstakan skatt á hagnað af olíustarfsemi, eins og gert er í flestum nágrannaríkjum okkar.

Einnig þarf að meta á grundvelli framkominna tillagna þörfina á frekari rannsóknum á veður- og náttúrufari á Drekasvæðinu, sem og að ákveða hvort stjórnvöld eigi að standa að þeim rannsóknum eða hvort það verkefni verði að einhverju eða öllu leyti í höndum þeirra fyrirtækja sem fá munu úthlutað sérleyfum til leitar, rannsókna og vinnslu olíu á svæðinu.

Verði af rannsóknum og vinnslu á svæðinu þá munu þær framkvæmdir sem geta haft í för með sér mikil umhverfisáhrif, t.d. rannsóknar- og vinnsluboranir, þurfa að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum og kalla því á frekari rannsóknir m.a. á náttúrufari og lífríki.

Frekari upplýsingar um skýrsluna veita Hreinn Hrafnkelsson, iðnaðarráðuneyti (hreinn.hrafnkelsson@ivr.stjr.is) og Kristinn Einarsson, Orkustofnun (ke@os.is). Skýrsluna ásamt ítarefni er að finna á heimasíðum iðnaðarráðuneytisins (www.ivr.is) og Orkustofnunar (www.os.is).