Námskeið í ferðamennsku
Björgunarsveitin Hafliði hefur verið með námskeið í ferðamennsku og fjallamennsku að undanförnu. Hafa námskeiðin bæði verið bókleg og verkleg.
Hefur mætingin verið góð , leiðbeinandi á þessum
námskeiðum hefur verið Örn Gunnarsson frá Bakkafirði.
Í byrjun nóvember var Örn með sigæfingu fyrir unglingadeildina sem heppnaðist mjög vel og höfðu unglingarnir gaman af.
Sigæfing
Björgunarsveitin Hafliði
Björgunarsveitin Hafliði hefur verið með námskeið í ferðamennsku og
fjallamennsku að undanförnu. Hafa námskeiðin bæði verið bókleg og verkleg.
Leiðbeinandi á þessum námskeiðum hefur verið Örn Gunnarsson frá Bakkafirði.
Örn er með kennsluréttindi en hann hefur gefið alla sína vinnu sem er ómetanlegt
fyrir okkur. Hluti af náskeiðunum er sig og klifur og sést á meðfylgjandi myndum
hvar félagar í Hafliða eru að þjálfa ýmis sig ásamt Erni leiðbeinanda og Ólafur
B. Sveinsson frá Bakkafirði. Í byrjun nóvember var Örn með sigæfingu fyrir
unglingadeildina sem heppnaðist mjög vel og höfðu unglingarnir gaman af.
Laugardaginn 22 nóvember verður stutt námskeið í skyndihjálp í Hafliðabúð.
Leiðbeinandi verður Guðrún Valdimarsdóttir. Námskeiði hefst kl 10.00,
hvetjum alla til að mæta.
myndir og texti
Siggeir Stefánsson