Norðurgarður lengdur
14.08.2007
Fundur
Nú eru að hefjast framkvæmdir við lengingu Norðurgarðsins í höfninni á Þórshöfn og skal því verki lokið fyrir 1. nóvember í ár. Vélar og menn á vegum Suðurverks hafa hafið undirbúning á vinnslu
Nú eru að hefjast framkvæmdir við lengingu Norðurgarðsins í höfninni á Þórshöfn og skal því verki lokið fyrir 1. nóvember í ár. Vélar og menn á vegum Suðurverks hafa hafið undirbúning á vinnslu grjóts úr námu ofan Þórshafnar.
Myndir
Í námunni hafa Hringrásarmenn einnig athafnað sig undanfarna mánuði en þar hafa þeir pressað brotajárn sem safnað hefur verið af svæðinu frá Vopnafirði að Raufarhöfn. Skip er væntanlegt til Þórshafnar í lok mánaðarins til að fjarlægja járnið en reikna má með að vinnan við útskipun muni taka tvo til þrjá daga. Hér fylgja nokkrar myndir sem teknar voru í haustveðrinu 14. ágúst er sýna vél og tæki þessara fyrirtækja að störfum.Með bestu kveðjum
Björn Ingimarsson
sveitarstjóri
Langanesbyggð
S: 468 1220, GSM: 895 1448