Fara í efni

Ölver

20.okt 2007Sæl öll. Verð að lýsa ánægju minni með að loksins hafi verið opnaður vettvangur fyrir menn til að tjá sig á þessari ágætu síðu. Höfðum við Helgi Mar rætt að stofna þrýstihóp vegna þess

20.okt 2007
Sæl öll.
Verð að lýsa ánægju minni með að loksins hafi verið opnaður vettvangur fyrir menn til að tjá sig á þessari ágætu síðu. Höfðum við Helgi Mar rætt að stofna þrýstihóp vegna þessa skorts á tjáningartækifærum á síðunni og er það vel að búið sé að bæta úr því.  Veit þó ekki hvort þetta er rétti vettvangurinn til að skrifa hugrenningar sínar og til að halda úti tímamóta ritdeilum um menn og málefni. Þó verð ég að geta þess að margir hafa komið að máli við mig og beinlínis krafist þess að við Helgi Mar höldum áfram að munnhöggvast á netinu. Ánægju vakti á sínum tíma að margir virtust lesa þetta og meira segja menn eins og Volter stórvinur minn og fyrrverandi skipsfélagi voru farnir að dansa á  hinni þunnu línu ritlistarinnar með firnagóðum árangri. En eins og ég segi þá verður vefstjóri að ákveða það hvort þessi gestabók sé rétti vettvangurinn til þess arna.

Smá pæling um "rauðu helgina".......

Skemtileg hugmynd um að gera nú eitthvað saman.  Mér skilst að miðað við mjög óvísindalegan og jafnvel rangan útreikning teljist einhleypir karlmenn vera um 37.97% af öllum íbúum Þórshafnar og tel ég að heimsmetið sem búddamunkar í Tíbet eiga í dag geti verið í hættu og eru þó þar eingöngu karlkyns íbúar. Talið er að gríðarlega mikil samkynhneigð sé þarna í klaustrinu  og sé það að rugla hlutföllunum, Þórshafnarbúum í hag.  Ennfremur kemur fram í tölum þjóðhagsstofnunar að af þessum  37.97% eigi 34.67% þeirra mikið breytta jeppa.  Vil ég minna á þáttinn Út og suður þar sem talað var við Svan Snæþórsson og Kristján á Syðri-Brekkum um daglegt líf þeirra sem einhleypinga  á Þórshöfn sem eiga mikið breytta jeppa og einnig er langt viðtal við Ævar Marinósson þar sem hann lýsir á mjög einlægan hátt hvernig hann eignaðist konu og baráttu hans til að halda áfram að eiga breyttan jeppa. Það er mál manna að þessi þáttur muni hljóta Eddu verðlaunin og verði þeir félagar fengir til að veita verðlaununum viðtöku ásamt Gísla þáttarstjórnanda. 

Þar sem ég er búinn að sigla talsvert á kaupskipum til annara landa og skoða þar hin ýmsu hverfi , þá finnst mér ég verða að upplýsa hlutaðeigendur um það að rautt ljós í glugga merkir aðeins eitt og það er það að vændiskona sé innan seilingar.  Kannski Þórshafnarbúar ættu að íhuga að hafa blá ljós í sínum gluggum bara til að forðast leiðan miskilning t.d. vegna ferðamanna sem kynnu að vera á Þórshöfn umrædda helgi. Ef þátttaka verður góð í skreytingum gætu ferðamenn frá mið evrópu jafnvel haldið að þeir væru komir í einhvers konar kynlífsparadís á norðurhjara landsins og myndu ganga hús úr húsi kviknaktir  með evrur í báðum höndum og reyna að véla konur/karla til samræðis við sig. Undir þetta verða menn að vera búnir og jafnvel að fá björgunarsveitina (eða þessa örfáu menn sem kvæntir eru í þeirri ágætu sveit) til að keyra um þorpið með gjallarhorn og hrópa varnaðarorð til þeirra ferðamanna sem á vegi þeirra verða.

  'Eg held að þessi hugmynd um Djúpu laugina sé snilld og það verði skemtilegt að sjá.

  Vona að þetta gangi allt vel

 Kveðja Ölver