Fara í efni

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundur
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir hefur verið ráðin í starf menningarfulltrúa Eyþings sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Hún var valin úr hópi 22ja umsækjenda, en tveir umsækjendur d

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir hefur verið ráðin í starf menningarfulltrúa Eyþings sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Hún var valin úr hópi 22ja umsækjenda, en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka (sjá nöfn umsækjenda í frétt á vefsíðu Eyþings www.eything.is. )

Ragnheiður Jóna er fædd á Hvanneyri í Borgarfirði árið 1966, en hefur í mörg undanfarin ár búið á Akureyri.

 Hún lauk námi í nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2005 og á að baki fjölþætta reynslu úr rekstri og stjórnun verkefna. Að undanförnu hefur Ragnheiður Jóna verið verkefnastjóri hjá Impru nýsköpunarmiðstöð auk þess að stunda meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

Starf menningarfulltrúa Eyþings er nýtt og er komið á fót í kjölfar nýlegs menningarsamnings menntamálaráðuneytisins, samgönguráðuneytisins og sveitarfélaga á starfssvæði Eyþings. Í starfinu felst dagleg umsýsla fyrir Menningarráð Eyþings, þróunarstarf í menningarmálum og menningartengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra, fagleg ráðgjöf, kynning og verkefnastjórnun og efling samstarfs í menningarlífi á svæðinu.