Fara í efni

Rauði krossinn gefur hjálma

Íþróttir
08.06.2006Það var myndarlegur hópur sem mætti á lögreglustöðina á Þórshöfn til að taka á móti reiðhjólahjálmum að gjöf frá Rauðakross deildinni hér á svæðinu. Þarna voru tilvonandi nemendur í fyrsta b

Mynd & Grein: Haukur Þórðarson. 08.06.2006
Það var myndarlegur hópur sem mætti á lögreglustöðina á Þórshöfn til að taka á móti reiðhjólahjálmum að gjöf frá Rauðakross deildinni hér á svæðinu.

Þarna voru tilvonandi nemendur í fyrsta bekk á ferðinni, börn sem verða sex ára á árinu. Alls verða þau þrettán, sem er nokkuð stór árgangur miðað við það sem verið hefur en tvö vantaði í hópinn núna. Þau fengu um leið dálitla umferðarfræðslu hjá lögreglunni og hve nauðsynlegir reiðhjólahjálmar væru og sagði Jón Stefánsson varðstjóri það einkar ánægjulegt að fá smáfólkið í heimsókn á lögreglustöðina.

Mynd: Börn á sjötta aldursári með reiðhjólahjálma sína ásamt fulltrúum Rauða krossins og Jóni Stefánssyni, lögregluvarðstjóra

Mynd & Grein: Haukur Þórðarson.