Fara í efni

Reykköfunaræfing

10. janúar 2007    Slökkvilið Langanesbyggðar sem skipað er slökkviliðsmönnum frá Bakkafirði og Þórshöfn var með reykköfunaræfingu á Þórshöfn í gær. Slökkviliðið æfði sig í húsinu að Ey

10. janúar 2007   

Slökkvilið Langanesbyggðar sem skipað er slökkviliðsmönnum frá Bakkafirði og Þórshöfn var með reykköfunaræfingu á Þórshöfn í gær. Slökkviliðið æfði sig í húsinu að Eyrarvegi 8 á Þórshöfn sem brann þann 25.september síðastliðinn. Húsið er frábær æfingarstaður fyrir reykköfun, stórt með mikið af felustöðum og ranghölum, stigum og fjórum hæðum sem gerir reyköfunina mjög krefjandi. Önnur slökkvilið gætu td. fengið að nýta sér þetta frábæra æfingarhúsnæði meðan það sendur enn.

Slökkviliðsstjóri