Samæfing á Þórshöfn
18. október 2006
Samæfing var haldin í gær á Þórshöfn þar sem aðgerðir Slökkviliðs Þórshafnar og Bakkafjarðar ásamt almannavörnum, lögreglunni, björgunarsveitinni Hafliða og sjúkraflutningamönnum frá Þórshöfn og Raufarhöfn og starfsfólki heilsugæslunnar tókust á við stórslys. Einnig var á staðnum tækjabíll almannavarna sem staðsettur er á Húsavík.
Sprenging var sviðsett í húsi vegagerðarinna á Þórshöfn þar sem að bjarga þurfti hóp fólks sem lent höfðu í sprengingunni. Alls 8 sjúklingar voru á víð og dreif um húsið og eftir að slökkvilið hafði tryggt vettvanginn þá hófust aðgerðir við að bjarga fólkinu sen voru með alls konar áverka. Fólkið var svo flutt á heilsugæsluna þar sem þeim var sinnt betur og forgangsraðað eftir áverkum til flutnings og voru svo sjúklingarnir fluttir út á flugvöll eins og um alvöru sjúkraflug væri að ræða.
Á eftir æfinguna sem tók á þriðja klukkutíma var farið yfir æfingunna í kaffistofu Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Æfingin gekk mjög vel en samt voru fullt af hlutum sem þarf að lagfæra en til þess eru æfingarnar.