Fara í efni

Sameiginleg æfing á þriðjudag

14. október 2006Sameiginleg æfing verður á n.k. þriðjudag á Þórshöfn. Þórshafningar eru með æfingu í björgun og taka þá allir þeir sem koma að björgunarmálum á svæðinu þátt. Slökkviliði Vopnafjarðar e

14. október 2006
Sameiginleg æfing verður á n.k. þriðjudag á Þórshöfn. Þórshafningar eru með æfingu í björgun og taka þá allir þeir sem koma að björgunarmálum á svæðinu þátt. Slökkviliði Vopnafjarðar er boðið þátt og munu menn reyna að manna það. 
 

Eins og flestum er kunnugt hætti samstarfið sem var á milli sveitarfélaganna Svalbarðshrepps, Þórshafnar, Bakkafjarðar og Vopnafjarðar í maí síðastliðinn. Eftir það sameinuðust Bakkafjörður og Þórshöfn í Langanesbyggð. Nú hafa sveitarfélögin fyrir norðan okkur tekið sig saman og sameinast um að ráða slökkviliðsstjóra í 50% starf. Hann heitir Ólafur Stefánsson og er frá Þórshöfn en hefur undanfarin ár starfað hjá Slökkviliði Akurureyrar og nú síðustu ár hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Vonar Slökkvilið Vopnafjarðar eftir áframhaldandi góðu samstrafi í framtíðinni.

Slökkvilið Vopnafjarðar