Fara í efni

Sjómannadagurinn

5.júní 2004  Á laugardaginn 5.júní fór hin hefðbundna dagskrá sjómannadags fram hér á Þórshöfn eins og verið hefur undanfarin ár. Á dagskránni var sýning á tækjum björgunarsveitarinnar Hafliða í

5.júní 2004 
Á laugardaginn 5.júní fór hin hefðbundna dagskrá sjómannadags fram hér á Þórshöfn eins og verið hefur undanfarin ár.
Á dagskránni var sýning á tækjum björgunarsveitarinnar Hafliða í Hafliðabúð ásamt tækjum og tólum slökkviliðs Þórshafnar , selt var kaffi í hafliðabúð og þar var einnig hugvekja sem Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir flutti. Þá kom þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF í heimsókn og var boðið uppá skoðun á þyrlunni og síðan var æfing með björgunarsveitinni í hífingum úr sjó.Skemmtisigling var farin á Fossánni og um kvöldið var slegið upp danskeik í félagsheimilinu Þórsveri og lék hljómsveitin Kládíus fyrir dansi fram undir morgun.