Skólagarðar - Kofabyggð!
10.05.2007
Ákveðið hefur verið að bjóða nemendum 1. - 6. bekk grunnskólanna að taka þátt ræktun s.k. skólagarða í sumar. Stefnt er að því að starfsemin hefjist með niðursetningu í kringum 25. maí og ljúki með uppskeruhátíð í byrjun september. Hverjum einstaklingi verður úthlutað útsæði, grænmetisplöntum/-fræi auk leiðsagnar um ræktun og umhirðu.
Einnig verður boðið upp á smíðavöll - kofabyggð fyrir sama aldurshóp og er stefnt að því að sú starfsemi hefjist í síðustu viku júní. Krakkarnir fá timbur og nagla en hamra þurfa þau að hafa með sér sem og málningu kjósi þau að mála mannvirkin.
Um verður að ræða tvo tíma á dag tvisvar í viku (kl. 10:00 - 12:00).
Umsjónarmaður skólagarða og kofabyggðar á Þórshöfn verður Björgvin Þóroddsson en eftir á að ganga frá því hver munn annast starfsemina á Bakkafirði.
Þeir foreldrar/forráðamenn sem vilja gefa börnum sínum tækifæri á að vera með geta skráð þau til þátttöku hjá íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir 15. maí í síma 468 1515 .