Fara í efni

Skólatöskudagar

Fundur
2. október 2007Iðjuþjálfafélag Íslands stóð fyrir skólatöskudögum  víðs vegar um landið dagana 24.-28. september sem báru yfirskriftina ,,Létta leiðin er rétta leiðin". Skólatöskudagar eru haldni

2. október 2007
Iðjuþjálfafélag Íslands stóð fyrir skólatöskudögum  víðs vegar um landið dagana 24.-28. september sem báru yfirskriftina ,,Létta leiðin er rétta leiðin". Skólatöskudagar eru haldnir af iðjuþjálfum um allan heim í september að bandarískri fyrirmynd.

Iðjuþjálfi, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir heimsóttu nemendur á mið- og efsta stigi grunnskólans á Bakkafirði, Þórshöfn og í Svalbarði.

Nemendur og kennarar fengu fræðslu varðandi þætti sem geta orsakað álagseinkenni á stoðkerfi. En það eru nokkrir samverkandi þættir s.s. skólahúsgögn, skólatöskur, löng seta/lítil hreyfing og hitastig í skólastofu.
Lögð var áhersla á skólatöskurnar, þ.e. val á tösku, æskileg þyngd og hvernig á að stilla og raða í skólatösku. Töskur voru vigtaðar og nemendur voru mjög áhugasamir og ánægjulegt var að sjá að stærsti hluti nemenda er að bera æskilega þyngd.
Kennarar leggja áherslu á að nemendur fá að geyma gögn í skólanum sem ekki þarf að taka með heim. Hins vegar þarf að skoða skólahúsgögnin með þarfir hvers og eins í huga.
Í lokin fengu kennarar og nemendur upplýsingar um tölvuforrit sem hægt er á nálgast á vef lýðheilsustöðvar sem er hléæfingarforrit með góðar teygjuæfingar og minnir fólk á að gera æfingar reglulega.
LP iðjuþjálfi
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.


Myndir