Slökkvilið Bakkafjarðar með æfingu.
27.06.2007
10. október 2006 Slökkvilið Bakkafjarðar var með æfingu í gær en þar var farið rækilega yfir slökkvibílinn og búnað hans Því næst var farið í vatnsöflunaræfingu. Bíllinn var tengdur við brunahana niðu
10. október 2006
Slökkvilið Bakkafjarðar var með æfingu í gær en þar var farið rækilega yfir slökkvibílinn og búnað hans Því næst var farið í vatnsöflunaræfingu.
Bíllinn var tengdur við brunahana niður við búð og gekk allt eins og smurt þar til skrúfa átti fyrir brunahanann þá kom í ljós að það var ekki hægt. Var þá búinn til neyðarkrani á slönguna þar til hægt verður að laga eða skipta út brunhananum.
Brunahanar í hluta bæjararins eru komir vel til ára sinna og átti að skipta þeim út með nýrri vatnsveitu sem leggja átti í bæinn í sumar en gerðist ekki en mun líkega koma á næsta ári.
Síðan fór slökkviliðið í sogdæluæfingu inn í Bakkafjarðarhöfn sem gekk út á að dæla sjó upp úr höfninni gegnum bílinn og út um stútana.