Þemavika Þórshafnarskóla
06.09.2007
Íþróttir
6. september 2007Grunnskólinn á Þórshöfn byrjaði á skemmtilegri þemaviku í haust. Þemað var Langanes, byggðir og óbyggðir. Farið var út á Langanes, labbað var um bæinn til að skoða og spá í gömlu húsa
6. september 2007
Grunnskólinn á Þórshöfn byrjaði á skemmtilegri þemaviku í haust.
Þemað var Langanes, byggðir og óbyggðir.
Farið var út á Langanes, labbað var um bæinn til að skoða og spá í gömlu húsanöfnin.
Myndir: Hilma Steinarsdóttir
Farið var í berjamó og rabbabari tíndur og unnið var úr afurðunum. Vikan endaði svo á opnu húsi en þá var öllum íbúum boðið í grunnskólann til að skoða verkefni sem unnin höfðu verið út frá þemanu og myndir sem teknar voru í þemavikunni. Boðið var upp á kaffi, vöfflur og fleiri kræsingar sem nemendur höfðu búið til undir dyggri leiðsögn starfsfólks skólans.
H.S