Þjóðsögur
24.06.2007
Fréttir
Sagan segir að á mitt Langanes hafi hamar goðsins Þórs verið settur og höfn héraðsins nefnd eftir honum, Þórshöfn. Þórshöfn stendur við austanverðan Lónafjörð, innsta hluta Þistilfjarðar, við dálitla
Sagan segir að á mitt Langanes hafi hamar goðsins Þórs verið settur og höfn héraðsins nefnd eftir honum, Þórshöfn. Þórshöfn stendur við austanverðan Lónafjörð, innsta hluta Þistilfjarðar, við dálitla vík. Þar er frá náttúrunnar hendi allgóð bátalending og hlé fyrir norðan- og norðaustanátt, sem er aðal hafáttin á þessum slóðum. Þykir bæjarstæðið fara vel í landslaginu og mikið og fagurt útsýni að sjá yfir Þistilfjarðarflóann, sveitirnar, heiðarlöndin, Þistilfjarðarfjöllin, Langanesfjöllin og Íslandshaf .