Fara í efni

Þyrlan a Þórshöfn

17. janúar 2007  TF-Líf þyrla landhelgisgæslunar kom hingað á Þórshöfn í síðustu viku. Tilgangurinn var að halda æfingu með björgunarsveitum á svæðinu og taka í notkun eldsneytisbirgðarstöð fyrir

17. janúar 2007
 
TF-Líf þyrla landhelgisgæslunar kom hingað á Þórshöfn í síðustu viku. Tilgangurinn var að halda æfingu með björgunarsveitum á svæðinu og taka í notkun eldsneytisbirgðarstöð fyrir þyrlur lanhelgisgæslunar. Þyrlan lenti við Hafliðabúð þegar hún kom og síðan var farið í æfingu. Æfðar voru hífingar og sig í björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn og hífingar úr sjó. Eftir æfingu var farið út á flugvöll og aðstæður þar skoðaðar fyrir geymslu og töku á eldsneyti. 


Í lokinn bauð svo Björgunarsveitin Hafliði öllum í mat á Eyrinni sem var magnað lambalæri að hætti Nönnu.
Það er búið að vera lengi áhugamál landhelgisgæslunar og heimamanna að það sé eldsneyti til staðar á svæðinu fyrir þyrlur landhelgisgæslunar og er þetta því stór áfangi sem hefur náðst núna. Þetta eykur flugdrægni hjá þyrlum landhelgisgæslunar til muna bæði til sjávar og lands, á og út af norðaustur horni landsins, sem eykur öryggi vegfarenda á þessu svæði.

Það er ótrúlegt að sjá þyrlusveit Landhelgisgæslunar að störfum, fumlaus handbrögð og öryggið í öllum aðgerðum mikið. það er alltaf unun að sjá til þeirra og fyllir okkur hin miklu stolti og öryggi að vita af þeim til staðar ef þörf krefur. Hafi þeir þökk fyrir góðan dag á Þórshöfn.

Siggeir S.