Troðningur í höfninni á Þórshöfn
15.08.2007
Íþróttir
Nokkuð líflegt hefur verið í bræðslunni á Þórshöfn í sumar þar sem bæði skip Ísfélags Vestmannaeyja og Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hafa landað kolmunna og síld á Þórshöfn. Miðvikudaginn 15. ágú
Nokkuð líflegt hefur verið í bræðslunni á Þórshöfn í sumar þar sem bæði skip Ísfélags Vestmannaeyja og Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hafa landað kolmunna og síld á Þórshöfn. Miðvikudaginn 15. ágúst var mikið um að vera í höfninni enda uppsjávarskipin fjögur öll inni í einu, en þau hafa verið á partrolli á síld að undanförnu, Álsey og Júpiter annars vegar og Guðmundur og Þorsteinn hins vegar. Skipin komu með til bræðslu nú rúm 4.000 tn. af síld.
Meðfylgjandi myndir tók Steinn Karlsson, hafnarvörður, af skipunum í höfninni.
Með bestu kveðjum
Björn Ingimarsson