Fara í efni

Um Bakkafjörð

Fréttir frá Bakkafirði        Fréttir frá 2003-2005            Um BakkafjörðÁ Bakkafirði snýst lífið

Fréttir frá Bakkafirði
        
Fréttir frá 2003-2005   

         Um Bakkafjörð

Á Bakkafirði snýst lífið að mestu um fiskinn í sjónum og réttinn til að hafa lífsviðurværi sitt af veiðum á honum!   Hér vinna flestir við eitthvað tengt fiskveiðum, ef menn eru ekki á sjó vinna þeir í landi við fiskvinnslu eða beitningu.  Stærsta fiskverkunin er toppfiskur. en þar starfa um 10-15 manns.  Einnig eru nokkur   fjölskyldufyrirtæki á staðnum þar sem fiskur er unninn og/eða grásleppuhrogn söltuð. 

Hér er eingöngu trilluútgerð og byggjast veiðarnar aðallega á þorski, fyrir utan grásleppuvertíðina á vorin.

Eins og fleiri sjávarþorp í landinu er Bakkafjörður orðinn fjölþjóðlegt samfélag en hér vinna bæði erlendir starskraftar við fiskvinnslu, beitningu, sjósókn ofl.

Tjaldstæði
Tjaldstæðið er opið á sumarorlofstíma. Þar er kalt rennandi vatn, borð með bekkjum og salerni sem fatlaðir hafa aðgengi að. Leikvöllur er í 100 m. fjarlægð frá tjaldstæðinu og fótboltavöllur er í 150 m. fjarlægð.  Uppvöskunaraðstaða er utan á salernishúsinu, þar eru rafmagnstengingar fyrir húsbíla og fellihýsi með 240 volta rafmagni.  Aðstaða er til að hlaða GSM síma eða myndavélar inni í húsinu.  Hægt er að losa ferðasalerni húsbíla í þar til gert ílát utan á húsinu, gott GSM símasamband er á Bakkafirði.

Afþreying fyrir ferðamenn 
Þorskveiði á stöng er á gömlu bryggjunni og það er oftast hægt að fá trillukarla til að fara í sjóferð í góðu veðri.

Gönguslóð er með Viðvíkurbjörgunum í Viðvík og þaðan yfir að Álftavatni og til Bakkafjarðar, mikið fuglalíf er við Bakkafjörð meðal annars er stórt Kríjuvarp alveg við þorpið.

Sundlaug er í Selárdal í 30 km fjarlægð frá Bakkafirði, laugin er í eigu Vopnfirðinga og er magnað útsýni til fjalla þaðan og á laxveiðitímanum er hægt að fylgjast með laxveiðimönnum glíma við veiðistaði í Selá sem eru rétt neðanvið laugina í Selárdal.
Einnig er mjög góð innilaug á Þórshöfn

Skeggjastaðakirkja

Á Skeggjastöðum bjó landnámsmaðurinn Hróðgeir hinn hvíti er "nam Sandvík fyrir norðan Digranes allt til Miðfjarðar" að sögn Landnámu. Á þessum slóðum voru fjórðungsmörk og toguðust biskupar á um hvorum stólnum staðurinn skyldi fylgja. Skálholtsbiskup hafði þó betur enda var kirkjan helguð Þorláki biskupi. Fram til 1841 þegar Norður-Þingeyjarsýsla var stofnuð náði prestakallið yfir alla suðurströnd Langaness. Kirkjan sem nú stendur var upphaflega reist árið 1845 og er elsta timburkirkja á Austurlandi. Hana lét reisa Sr. Hóseas Árnason. Árið 1961-62 var hún gerð upp og skreytt hið innra af Jóni og Grétu Björnsson. Þá var einnig smíðuð viðbygging með turni.    

Upplýsingar um grafreiti í kirkjugarðinum að Skeggjastöðum.

        

Ratsjárstöðin á Gunnólfsvíkurfjalli
            Árið 1987 tók Ratsjárstofnun í notkun ratsjárstöð uppi á Gunnólfsvíkurfjalli.  Þar sem fjallið tilheyrir Skeggjastaðahreppi var um það samið við byggingu stöðvarinnar að starfsmenn hennar myndu búa á Bakkafirði og hefur Ratsjárstofnun byggt 8 einbýlishús hér á staðnum fyrir sína menn.  En nú tilheyrir þetta allt nýju sveitarfélagi Langanesbyggð.

   Landbúnaður
            Sauðfjárrækt og skógrækt eru einu landbúnaðargreininarnar sem stunduð hefur verið að ráði í sveitinni gegnum tíðina, þó bændur hafi einnig búið með hesta, kýr, hænsni og jafnvel gæsir og endur! Á síðustu árum hefur býlum farið fækkandi og aldrei hafa jafn fáir stundað búskap og nú (árið 2002), eða 7 aðilar sem stunda sauðfjárbúskap.

 Digranesviti
Úrbókinni Vitar á Íslandi:
Digranesviti á Svartnesi í Digranesenni við Bakkafjörð var byggður árið 1943. Vegna stríðsátakanna var ekki unnt að afla nauðsynlegra tækja í vitann fyrr en árið 1947, en þá var hann útbúinn með sænsku ljóshúsi, 215° díoptrískri 500 mm linsu og gasljóstækjum. Vitinn var rafvæddur með straumi frá rafveitu árið 1988.

Byggður 1943, tekinn í notkun 1947. Byggingarefni: Steinsteypa. Hönnuður: Axel Sveinsson verkfræðingur.


Veiði

Lengi hefur verið vinsælt að dorga á gömlu bryggjunni sem svo er kölluð, þó að veiðin hafi heldur rýrnað síðustu ár eftir að hætt var að landa við bryggjuna með tilkomu nýju hafnarinnar.   Ekki er boðið sérstaklega upp á ferðir í stangveiði, en ef einhver trillukarlinn væri beðinn fallega væri sá hinn sami vís með að skreppa einn stangveiðitúr eða benda á einhvern sem ætti hægar með það!  Fuglalíf við ströndina er líka fjölskrúðugt og klettarnir fallegir svo að útsýnistúr á hafinu er skemmtileg upplifun.

Veiði í ám og vötnum er nokkur á svæðinu.  Veiðifélag Sandvíkur selur veiðileyfi í Bakkaá, Hölkná, Gæsagilsá að Nýjabæjarfossi, Dalhúsaá að Efrifossi og Staðará.  Félagssvæði þess tekur einnig til Bakkavatns, Hundsvatns og Hólmavatns.  

Bakkaáin lætur lítið yfir sér þar sem hún hlykkjast ofan úr heiði og út í Bakkafjörðinn.  Þar veiddist nú samt stærsti lax sem veiðst hefur á stöng á Íslandi, þann 26. júní 1992.  Enn hefur það met ekki verið slegið.  Veiðimaðurinn sem halaði stórlaxinn inn, með lítilli bensínstöðvarstöng  heitir Marinó Jónsson og er útgerðarmaður á Bakkafirði.  Laxinn er nú uppstoppaður í íþróttaverslun í Kringlunni en hér sjáið þið mynd af  veiðimanninum með laxinn:

Bahoja-bandið

            Á Bakkafirði hefur um skeið verið starfandi þriggja manna hljómsveit sem kallar sig Bahoja-bandið.  Árið 1997 byrjuðu Birgir Ingvarsson (bassi og söngur), Geir Vilhjálmsson (hljómborð og söngur) og Jóhann Jóhannsson (gítar og söngur) að glamra saman sér til gamans.  Fengu þeir afnot af húsnæði björgunarsveitarinnar til æfinga gegn því að þeir spiluðu á árshátíð hennar.  Fyrsti dansleikur hljómsveitarinnar var því árshátíð Björgunarsveitarinnar Arnar, haldin í félagsheimili staðarins vorið 1998.   Frægðarsólin reis hratt upp frá því og skín nú skært, allt frá Grímsey til Hornafjarðar!   Haustið 2001 hætti Jóhann í bandinu og gekk þá Vopnfirðingur til liðs við bandið.  Hann heitir Gunnar Smári Guðmundsson og leikur á bassa, svo Birgir spilar nú á gítar.  Seinna bættist við liðsauki frá Þórshöfn, trommuleikarinn Jóhannes (Jonni).

Þessi mynd er tekin sólríkan sumardag þegar Bahoja-bandið ákvað að stilla upp græjunum sínum við bílskúr einn í bænum og hefja raust sína fyrir þorpsbúa sem flykktust að og sveifluðu sér í takt við tónlistina:

        

Bókanir: Birgir Ingvarsson í síma 4731610

Eins og stendur búa meðlimir bandsins dreifðir um landið svo spilamennska er í lágmarki.  En Bahoja-bandið er alltaf til í góða skemmtun ef  áhugaverð tilboð berast og meðlimir sveitarinnar hafa allir möguleika á að komast á staðinn ;o)

Tjaldstæði

Tjaldstæðið á Bakkafirði

Á staðnum er: Kalt rennandi vatn, borð með bekkjum, salerni og salerni fyrir fatlaða, leikvöllur í 100 m fjarlægð við leikskólann og uppvöskunaraðstaða er utan á salernishúsi.
Rafmagn og staurar fyrir fellihýsi og húsbíla og hægt er að losa ferðasalerni húsbíla.
100 % GSM símasamband er á tjaldstæðinu.

Á Bakkafirði er pósthús opið mánd - föstud frá 09:00 til 16:30 og símaklefi. Matmöruverslun er opin mánd-föstud frá 12:00-18:00 og laugard frá 14:00 til 16:00. Bensínstöð með bílavörur.
Þorskveiði er á gömlu bryggjunni og alltaf er hægt að fá trillukalla til að fara í sjóferð í góðu veðri.

Góð landfræðileg kajakaðstaða.

Sundlaug er í Selárdal í 30km fjarlægð. 
 Heimildir : Vinir bakkafjarðar http://frontpage.simnet.is/erko/