Úrskurðir Óbyggðanefndar
29.05.2007
Óbyggðanefnd kvað í dag upp úrskurði í fimm þjóðlendumálum, sem fjalla um landsvæði á Norðausturlandi. Um er að ræða mál er varða Fljótsdal og Jökuldal austan Jökulsár á Jökuldal, Jökuldal norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal ásamt Jökulsárhlíð, Vopnafjarðarhrepp, Svalbarðshrepp, Þórshafnarhrepp og Skeggjastaðahrepp og Öxarfjarðarhrepp.
Fjármálaráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins gert kröfur um þjóðlendur á tilteknum svæðum en á móti hafa einstaklingar og sveitarfélög gert kröfur um eignarland eða takmörkuð eignarréttindi á sömu svæðum.
Úrskurður um Svalbarðshrepp, Þórshafnarhrepp og Skeggjastaðahrepp
Úrskurður um Fljótsdal og Jökuldal austan Jökulsár á Jökuldal
Úrskurður um Jökuldal norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal ásamt Jökulsárhlíð
Úrskurður um Vopnafjarðarhrepp
Yfirlitskort um mörk þjóðlendna samkvæmt úrskurði