Fara í efni

Úttekt á Slökkviliðinu

Fimmtudaginn 28 júní komu í heimsókn þeir Guðmundur Bergsson og Baldur Baldursson sem reka fyrirtækið Eldstoðir ehf. Hlutverk þeirra er að taka út slökkviliðin í landinu og bjóða jafnframt upp á æfing

Fimmtudaginn 28 júní komu í heimsókn þeir Guðmundur Bergsson og Baldur Baldursson sem reka fyrirtækið Eldstoðir ehf.

Hlutverk þeirra er að taka út slökkviliðin í landinu og bjóða jafnframt upp á æfingaraðstöðu í sérstökum gámum ætluðum fyrir reykköfunaræfingar.

Úttektin var með þeim hætti að þeir telja, skoða og skrá allar eigur slökkviliðsins, skoða skrár yfir æfingar, prófanir og eftirlit. Senda síðan skýrsluna til brunamálastofnunar sem síðan mun setja fram kröfur um úrbætur ef þarf.

Eftir úttektina var svo tekin reykköfunaræfing í gámunum.