Fræðasetur um Forystufé
Á Svalbarði í Þistilfirði er Fræðasetur um Forystufé. Forystufé hefur verið órjúfanlegur hluti af sauðfjárhaldi Íslendinga allt frá upphafi byggðar hér á landi. Með harðfylgi sínu, vitsmunum og einstökum forystueiginleikum hefur það margsannað gildi sitt og not, þó sérstaklega við beitarbúskap fyrri tíma. Forystufé er einstakur stofn í heiminum sem finnst hvergi annarsstaðar.
Heimasíða safnsins er: www.forystusetur.is