Frakkagil og Þjófaklettar
Í Þistilfirði er gil sem heitir Frakkagil og þar eru líka svokallaðir Þjófaklettar. Sagan segir að þar hafi Þistlar hengt franska sjómenn sem gerðust sekir um sauðaþjófnað. Smali nokkur á að hafa séð til þeirra þar sem þeir voru að smala saman kindum og ætluðu að taka með út í bátinn sinn. Þá söfnuðu bændur saman hópi manna sem náði þjófunum og fór með þá upp í gilið þar sem þeir voru hengdir. Frá þjóðveginum er stutt að ganga upp í gilið en stoppað er nálægt bænum Brekknakoti og labbað upp í gilið. Þá er sjálfsögð kurteisi að spyrja landeiganda leyfis einnig er hægt að keyra gamla veginn upp Öxarfjarðarheiði og ganga þaðan.