Fara í efni

Heiðarfjall

Heiðarfjall stendur um mitt Langanesið og er hæsti punktur þess 266 m yfir sjávarmáli. Þar reisti NATO ratsjárstöð sem nefndist H-2 og var hún tekin í notkun árið 1957 en starfsemi hennar var lögð niður árið 1970. Skilti eru við veginn upp fjallið þar sem hægt er að lesa um líf bandarísku hermannana sem dvöldu á fjallinu. Hægt er að ganga á fjallið eftir veginum eða keyra upp á fjallið á góðum bíl og skoða sig um.  Ef ferðafólk sleppur við þokuna þá er útsýnið af fjallinu gott yfir Bakkaflóa og Langanesið allt að Fonti.
Herliðið sem dvaldi á fjallinu kallaði fjallið yfirleitt Misty Mountain vegna tíðrar þoku.