Skálar - Hrolllaugsstaðir
Hrolllaugsstaðir á Langanesi standa við samnefnt fjall sem aftur stendur fast við Heiðarfjall. Gönguleið er stikuð milli Hrollaugsstaða og eyðiþorpsins Skála og er hún tæpir 13 km. Hægt er að ganga í hvora áttina sem er og skynsamlegt er að láta veður ráða. Í norðanátt er gott að fara frá Skálum og vera þá með vindinn í bakið ef þannig viðrar. Upplýsingaskilti um gönguleiðina er við hvorn enda leiðarinnar.
Á leiðinni er stiklað yfir Bjargá sem er stysta á landsins en fljótið er innan við 10 metra langt og þar tekur við 50 metra fall fram af klettunum. Suðvestan af Bjargánni tekur Skálabjarg við sem er hæsta bjargið á Langanesi. Þaðan sést vel yfir Bakkaflóann. Á miðri leið er komið að Kumblavík og þaðan liggur leiðin um grasi gróið sléttlendi undir brekkunum yfir í Hrolllaugsstaði þar sem útsýni er yfir Eiðisvík og að Langanesfjöllum.
Ferðaþjónustan á Ytra Lóni getur séð um að skutla fólki og sækja að Skálum eða í Hrolllaugsstaði.