Fara í efni

Skoruvík

Skoruvíkurbjarg hefur verið vinsæll viðkomustaður á Langanesi sérstaklega eftir að útsýnispallur var byggður á bjarginu fyrir nokkru. Skoruvíkurbjarg er um 60 m hátt og fram af því er þverhnípt niður í sjó. Í bjarginu er að finna svartfugl og skeglu og undir bjarginu er klettadrangur sem ber nafnið Stórikarl. Á dranginum er mesta súluvarp Norðurlands. 
Skoruvík var síðasti bærinn til að fara í eyði á útnesinu árið 1978 en þar var margbýlt á tímabili. Skoruvíkurbærinn var 11 km frá Fonti.
Athugið að vegurinn er ekki fyrir litla bíla.