Fara í efni

Valdi Vatnsberi

Eitt útilistaverka bæjarins stendur í lystigarðinum og er eftir Jóhann Ingimarsson, Nóa en hann var fæddur og uppalinn á Þórshöfn. Listaverkið er skúlptúr úr járni og er til minnis um síðasta vatnsbera Þórshafnar, Valda vatnsbera, sem hét fullu nafni Guðvaldur Jón Sigfússon. Fyrir tíma vatnsveitu í þorpinu sá Valdi um að sækja vatn í stóra steinþró og bar það með glöðu geði í hús þorpsins, yfirleitt raulandi einhvern lagstúf á meðan.
Annað útilistaverk var reist á grjótgarðinum í innsiglingunni á Þórshöfn og heitir Langanesfuglinn. Hann er einnig úr áli og setur svip á hafnarsvæðið.